NLSH auglýsir þessa daga markaðskönnun þar sem óskað er eftir svörum tiltekinna spurninga frá hæfum aðilum sem áhuga hafa á að taka þátt í væntanlegu útboði vegna innanhússfrágangs í meðferðarkjarna.
Um viðamikla framkvæmd er um að ræða því um er ræða rými sem nema allt að 55 þúsund fermetrum, frá kjallara til fjórðu hæðar.
Áætlað er að verkframkvæmdin hefjist á þessu ári og að henni ljúki fyrir árslok 2028.
Meðferðarkjarninn er alls um 71 þúsund fermetrar að stærð en nú þegar hefur verið samið um innanhússfrágang á legudeildum á fimmtu og sjöttu hæð.
Á neðri hæðum hússins verður m.a. bráðamóttaka, aðgerðar- og einangrunarstofur, myndgreining, lyfjameðhöndlun, starfsmannaaðstaða og umfangsmikil stoð- og tæknikerfi.
Í þessu verki er gerð krafa um vandaðan frágang og búnað í húsinu og því horft til reynslu og getu aðila til að annast fyrirhugaðar framkvæmdir. Einnig er gerð krafa um reynslu af framkvæmdum við sjúkrahús af sambærilegri stærðargráðu enda byggir frágangur og flækjustig innviða og tæknikerfa sjúkrahúsa á sérhæfðri þekkingu.
Verkefnið er unnið í formi upplýsingalíkana mannvirkja (Building Information Modeling – BIM) og verkefnið er unnið samkvæmt stefnu stjórnvalda hvað varðar mannvirkjagerð og sjálfbærni.
Stefnt er að því að byggingin verði vottuð sem vistvænt mannvirki samkvæmt alþjóðlega vottunarkerfinu BREEAM.
Auglýst: | 06.02.2025 kl. 00:00 |
Skilafrestur | 24.02.2025 kl. 13:00 |
Opnun tilboða: | 24.02.2025 kl. 13:15 |