Íbúðalóðir í 2. áfanga Skerjahverfis í Sandgerði eru tilbúnar til úthlutunar en framkvæmdir við gatnagerð og innviði verður senn lokið. Þar er um að ræða 8 íbúðaeiningar í raðhúsum, 8 íbúðaeiningar í parhúsum, 8 íbúðaeiningar í keðjuhúsum og síðan eru 11 lóðir fyrir einbýlishús.
Myndin að neðan sýnir deiliskipulag Skerjahverfis og svæði afmarkað með rauðum línum er sá áfangi sem nú er til uppbyggingar.
Að auki er ein íbúðarlóð við Hlíðargötu 40 í Sandgerði laus til úthlutunar. Um er að ræða lóð sem áður hafði verið úthlutað en framkvæmdir aldrei hafist og lóðin því laus til úthlutunar að nýju. Um er að ræða lóð í grónu hverfi þar sem framkvæmdir krefjast varfærni og hámarks tillitssemi við íbúa í nærumhverfinu.
Gjöld og reglur:
- Gatnagerðar- og byggingarleyfisgjöld hjá Suðurnesjabæ
- Reglur um úthlutun lóða
- Lóðir fyrir íbúðarhúsnæði – úthlutunarskilmálar
Næsti fundur framkvæmda- og skipulagsráðs er áætlaður fimmtudaginn 27. febrúar.
Nánari upplýsingar hjá Suðurnesjabæ í síma 425 3000, eða um póstfangið afgreidsla@sudurnesjabaer.is
Heimild: Sudurnesjabaer.is