F.h. Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar er óskað eftir tilboðum í eftirfarandi verk:
Hulduheimar. Viðbygging við leiksskólann Vættaborgum 11, útboð nr. 16092.
Lauslegt yfirlit yfir verkið :
Framkvæmdin felur í sér viðbyggingu allt að 265 m2 og lóðarframkvæmd við leikskólann Hulduheima í Vættaborgum 11.
Verkið fest í að steypa upp, einangra og klæða að utan viðbyggingu við leikskólann Hulduheima.
Verkið felst í jarðvinnu, lagningu botnlagna, uppsteypu, gluggaísetningu og fullnaðarfrágangi að utan sem innan nýrrar leikskólabyggingar sem byggð verður við núverandi leikskólabyggingu Hulduheima. Öll tækni – og lagnakerfi hússins s.s. loftræsikerfi, vatns- , og raflagnir í 265 m2 húsnæði. Einnig eru lóðarframkvæmdir hluti af verkinu.
Verklok : 6. apríl 2026
Útboðsgögn verða eingönguaðgengileg á útboðsvef Reykjavíkurborgar á vefslóðinni: http://utbod.reykjavik.is– frá kl. 10:30: þann 18. febrúar 2025. Smellið á íslenska fánann til að fá útboðsvefinn upp á íslensku. Nýskráning fyrirtækja hefst með því að smella á „Nýskráning“.
Vakin er athygli á að senda verður fyrirspurnir í gegnum útboðsvef Reykjavíkurborgar. Fyrirspurnum sem berast með öðrum hætti verður ekki svarað.
Tilboðum skal skila með rafrænum hætti á framangreindan útboðsvef Reykjavíkurborgar eigi síðar en: Kl. 10:15 þann 18. mars 2025.