Home Fréttir Í fréttum 19.03.2025 Útboð vegna niðurrifs á Brákarbraut 25

19.03.2025 Útboð vegna niðurrifs á Brákarbraut 25

149
0
Mynd: Borgarbyggð

Borgarbyggð óskar eftir tilboði í niðurrifi á 6 byggingarhlutum og förgun rifúrgangs við Brákarbraut 25. Allt steypuvirki skal brjóta niður og hreinsa af bendistáli.

<>

Rifúrgang skal flokka og ráðstafa hverjum efnisflokki til endurnýtingar, endurvinnslu eða í förgun. Í byggingarhlutum eru asbestplötur sem fjarlægja skal og farga.

Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 28. ágúst 2025.

Vettvangsskoðun verður mánudaginn 24. febrúar 2025 kl. 13:00.  Mæting á Brákarbraut 25.

Nokkrar stærðir mannvirkja: Gólfflötur 3.200 m2, Gler og steinefni 2.400 kg, Asbest 3.000 kg, Málmur 43.500 kg.

Útboðsgögn eru aðgengileg á rafrænu formi frá fimmtudeginum 14. febrúar 2025 í gegnum útboðsvef á slóðinni https://borgarbyggd.ajoursystem.net/ .

Tilboðum skal skilað á útboðsvefinn fyrir kl. 13:00 fimmtudaginn 19. mars 2025.

Heimild: Borgarbyggð