Home Fréttir Í fréttum Skipulagsstofnun fyrst spurð um kjötvinnsluna síðastliðinn föstudag

Skipulagsstofnun fyrst spurð um kjötvinnsluna síðastliðinn föstudag

28
0

Skipulagsstofnun var á föstudaginn spurð um heimild til kjötvinnslu í vöruhúsinu umdeilda við Álfabakka. Kjötvinnsla er áætluð í 3200 fermetrum byggingarinnar. Byggingarfulltrúi bannaði framkvæmdir við vinnsluna í lok janúar.

<>

Vilyrði frá borginni fyrir kjötvinnslu í húsinu lá fyrir í janúar 2023. Það var þó ekki fyrr en síðastliðið haust að orðið kjötvinnsla kemur fyrir á teikningum hússins þótt byrjað hafi verið að byggja það í janúar í fyrra.

Ef byggja á kjötvinnslu stærri en þúsund fermetra þarf að leita til Skipulagsstofnunar og athuga hvort stofnunin telji kjötvinnsluna vera háða umhverfismati. Samkvæmt upplýsingum frá Skipulagsstofnun hafði ekkert erindi um þessa kjötvinnslu í Álfabakka 2 borist stofnuninni fyrr en á föstudaginn var. Stofnunin ætlar að biðja um frekari gögn í dag. Skipulagstofnun þarf auk þess að athuga gildandi aðalskipulag. Suður-Mjódd er skilgreint miðsvæði og þar er heimilt að hafa verslanir, þjónustu, skrifstofu, afþreyingu, íbúðir og þess háttar.

Byggingarfulltrúi stöðvaði framkvæmdir við kjötvinnsluna tímabundið um síðustu mánaðamót og óskaði svara frá eigendum hússins. Flest svörin hafa skilað sér, samkvæmt upplýsingum frá borginni. Ákvörðunar byggingarfulltrúa er að vænta í vikunni.

Heimild: Ruv.is