Home Fréttir Í fréttum Fasteignakaupum í Grindavík senn að ljúka

Fasteignakaupum í Grindavík senn að ljúka

12
0
Örn Viðar Skúlason, framkvæmdastjóri Þórkötlu. mbl.is/Eyþór

Nú hafa 952 um­sókn­ir frá ein­stak­ling­um um kaup á íbúðar­hús­næði borist Fast­eigna­fé­lag­inu Þór­kötlu. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu á heimasíðu Þór­kötlu. Frest­ur ein­stak­linga til að sækja um sölu á íbúðar­hús­næði í Grinda­vík renn­ur út 31. mars næst­kom­andi.

<>

Gengið hef­ur verið frá kaup­um á 938 eign­um. Enn eru sjö um­sókn­ir í vinnslu hjá fé­lag­inu og í sjö til­vik­um hef­ur fé­lagið hafnað kaup­um á grund­velli þess að um­sókn­in upp­fylli ekki skil­yrði laga um und­anþágu frá lög­heim­ili.

Allt að 80 kaup­samn­ing­ar á dag 

„Horft til baka var þetta ótrú­legt verk­efni og er það reynd­ar enn“ seg­ir Örn Viðar Skúla­son fram­kvæmda­stjóri Fast­eigna­fé­lags­ins Þór­kötlu.

„Ýmsar ófyr­ir­séðar áskor­an­ir komu fram, eins og við er að bú­ast í svona óvenju­legu verk­efni, en eft­ir að upp­kaup hóf­ust í lok apríl hef­ur þetta gengið gríðarlega vel. Þegar mest lét vor­um við að ganga frá 80 kaup­samn­ing­um á dag“ seg­ir Örn Viðar.

Á fyrstu sex vik­un­um eft­ir frá­gang samn­inga við lána­stofn­an­ir gekk fé­lagið frá kaup­um á 660 eign­um eða 80% þeirra sem þá höfðu sótt um.  Í lok júní hafði fé­lagið svo gengið frá kaup­um á 750 eign­um.

Þórkatla bygg­ir upp fast­eignateymi í Grinda­vík     

Upp­kaup fast­eigna voru þó bara fyrsta skrefið að því er fram kem­ur í til­kynn­ing­unni. Í henni seg­ir að til­gang­ur Fast­eigna­fé­lags­ins Þór­kötlu hafi verið að skapa Grind­vík­ing­um svig­rúm til bú­ferla­flutn­inga vegna elds­um­brot­anna sem enn standa yfir.  Nú hafa því áhersl­ur fé­lags­ins færst yfir á rekst­ur og viðhald eign­anna.

Fast­eigna­fé­lagið Þórkatla hef­ur í því skyni ráðið þriggja manna teymi til að hafa eft­ir­lit með eign­um fé­lags­ins í Grinda­vík.  Þá starfar fjöldi verk­taka við viðgerðir og ör­yggis­viðhald á hús­un­um.  Teymi píp­ara hef­ur til dæm­is farið í öll hús fé­lags­ins í bæn­um og yf­ir­farið hita­kerfi, gert við bil­an­ir og tappað af snjó­bræðslum.  Þá hafa raf­virkj­ar og smiðir komið að viðgerðum til að fyr­ir­byggja skemmd­ir á hús­um.

„Að lok­um er mark­mið fé­lags­ins þó alltaf að gera íbú­um kleift að kaupa eign­ir sín­ar aft­ur þegar ljóst er að skil­yrði hafa batnað, svo blóm­leg byggð geti fest ræt­ur í Grinda­vík á ný,” seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Heimild: Mbl.is