Ýmsar framkvæmdir eru í gangi við skólamannvirki í Skagafirði. Verið er að innrétta leikskólann í Varmahlíð og lýkur verkinu í september. Framkvæmdir við lóð eru þriðji hluti verkefnisins og útboðsgögn ættu að vera tilbúin um miðjan febrúar.
Í Árskóla á Sauðárkróki er verið að undirbúa klæðningu á A-álmu auk endurnýjunar á drenlögn í sömu álmu. Einnig verður farið í að skoða lausnir varðandi skólamötuneyti á Sauðárkróki.
Fljótlega verður farið af stað í skoðun og hönnun á stækkun leikskólans Ársala, yngra stig, um allt að þrjár deildir.
Í Grunnskólanum austan Vatna er á áætlun að skipta um glugga og klæða vesturhlið yngri byggingarinnar. Þá á einnig að klára hönnun vegna breytinga og viðbyggingar.
Heimild: Saudarkrokur.is