Bæjarsjóður Hafnarfjarðar óskar eftir tilboðum í malbiksyfirlögn í Hafnarfirði sumarið 2025.
Um er að ræða viðgerðarvinnu á eldra malbiki víðsvegar um bæinn, svo sem holuviðgerðir, afréttingu, hjólfarafyllingu, flatarfræsingu og malbiksyfirlögn.
Reikna má með að verkið skiptist í 15-25 staði og endanlegar staðsetningar ákveðnar í april/maí.
Helstu magntölur eru: Malbiksyfirlögn 34.000 m²
Útboðsgögn afhent: | 13.02.2025 kl. 09:00 |
Skilafrestur | 26.02.2025 kl. 11:00 |
Opnun tilboða: | 26.02.2025 kl. 11:00 |
Útboðsgögn verða eingöngu afhent rafrænt. Beiðnir um útboðsgögn má senda á netfangið annae@hafnarfjordur.is
Útboðsgögn verða afhent frá og með kl. 09:00 fimmtudaginn 13.febrúar 2025.