Home Fréttir Í fréttum 6.7.2016 Stækkun Suðurbyggingar til Norðurs, loftræsing fyrir FLE SSN16-3

6.7.2016 Stækkun Suðurbyggingar til Norðurs, loftræsing fyrir FLE SSN16-3

117
0

20355 – SSN16-3 Stækkun Suðurbyggingar til Norðurs, loftræsing fyrir FLE

Verkið felst í endurinnréttingu á um 2.000 m² í Suðurbyggingu og 7.000 m² viðbyggingu til norðurs á þremur (3) hæðum. Viðbyggingin er byggð yfir hluta af núverandi kjallara Suðurbyggingar ásamt því að ná yfir hluta landgangs að hliðum 15 og 16. Ofan á nýja viðbyggingu mun koma þriggja hæða vaktturn með tæknirými og starfmannaaðstöðu. Bæði landgangur og Suðurbygging mun vera í fullri notkun á framkvæmdatíma að undanskildum lokunum á hliðum 15 og 16. Í Suðurbyggingu er skipt á milli Schengen og Non-Schengen svæða, sem þarf að taka tillit til vegna lokana og breytinga á leiðum farþega á framkvæmdatíma.

<>
Kynningarfundur verður haldinn 22.06.2016  kl. 11:00

Bjóðendur skulu senda upplýsingar um þátttakendur, nafn og kennitölu, á netfangið utbod@rikiskaup.is eigi síðar en 24 klst fyrir fundinn. Þátttakendur skulu hafa gilt ökuskírteini eða vegabréf meðferðis á kynningarfundinn til að fá aðgang að haftasvæði. Þátttakendur án gilds skilríkis fá ekki aðgang.