F.h. Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar er óskað eftir tilboðum í:
Vesturbæjarskóli. Þak miðálmu, útboð 16099
Vesturbæjarskóli stendur við Sólvallagötu 67, 101 Reykjavík. Skólahúsnæðið sem lagfæra á er byggt í kringum árið 1989 skv. HMS. Þakið er hefðbundið timburþak með u.þ.b. 15° þakhalla. Uppbygging þaks er hefðbundið heitt þak. Þakið er klætt á hefðbundinn hátt með borðaklæðningu, þakpappa og málaða læsta klæðningu úr járni sem veðurhlíf. Á þakinu eru 10 kringlóttir þakgluggar einnig er það þríhyrnt þakhýsi þar sem útkast úr loftræsingu er staðsett ásamt tveimur hallandi gluggum. Þakkantur er einnig klæddur með læstri klæðningu.
Endurnýja skal þakjárn og þakpappa ásamt tilheyrandi frágangi og ef þörf er á skal endurnýja skemmda/fúna borðaklæðningu þaksins. Endurnýjuð þakklæðning skal vera lektuð upp á einfalda grind í samræmi við verk- og efnislýsingar. Endurnýjun glugga skal vera í samræmi við verklýsingu. Einnig skal fjarlægja kringlótta þakglugga ásamt öðru því er fram kemur í útboðsgögnum.
Helstu magntölur verksins eru:
Verkþáttur Ein. Magn
- Rif og förgun (þakjárn, þakpappi og fylgihlutir) m2 1140
- Endurnýjun þakdúks (gufuopinn) m2 1140
- Endurnýjun þakjárns m2 1140
- Rif á hringlaga þakgluggum stk 10
- Endurnýjun einangrunar og rakavarnarlags m2 1100
Kynningarfundur / vettvangsskoðun verður haldinn fyrir væntanlega bjóðendur fimmtudaginn 20. febrúar 2025, kl. 15:00, í anddyri Vesturbæjarskóla.
Útboðsgögn verða eingöngu aðgengileg á útboðsvef Reykjavíkurborgar á vefslóðinni: http://utbod.reykjavik.is – frá kl. 14:00, 14. febrúar 2025.
Nýskráning fyrirtækja hefst með því að smella á „Nýskráning“ eða „Register“.
Vakin er athygli á að senda verður fyrirspurnir í gegnum útboðsvef Reykjavíkurborgar. Fyrirspurnum sem berast með öðrum hætti verður ekki svarað.
Tilboðum skal skila með rafrænum hætti á framangreindan útboðsvef Reykjavíkurborgar eigi síðar en: Kl. 10:00, 4. mars 2025.