Home Fréttir Í fréttum Borgar­yfir­völd svara engu og Bú­seti ekki séð neinar breytinga­til­lögur

Borgar­yfir­völd svara engu og Bú­seti ekki séð neinar breytinga­til­lögur

15
0
Íbúar í nágrenninu bíða svara frá borginni og framkvæmdaraðilum. Vísir/Vilhelm

Borgaryfirvöld vilja engu svara um stöðu mála varðandi vöruhúsið við Álfabakka 2, „græna gímaldið“ svokallaða, nema að málið sé í vinnslu.

<>

Fréttastofa sendi inn fyrirspurn um málið, bæði varðandi tillögur frá framkvæmdaraðila um breytingar á húsinu og athugasemdir framkvæmdaraðila við ákvörðun byggingafulltrúa um að stöðva framkvæmdir.

Eva Bergþóra Guðbergsdóttir, samskiptastjóri Reykjavíkurborgar, vildi ekki svara því afdráttarlaust hvort tillögur um breytingar á vöruhúsinu hefðu borist en Einar Þorsteinsson borgarstjóri sagði á borgarstjórnarfundi í janúar að þær væru væntanlegar í hús upp úr 20. þess mánaðar.

„Þetta er bara í vinnslu,“ svaraði Eva spurningum blaðamanns; margir ættu aðkomu að málinu og ekkert annað um það að segja að svo stöddu.

Varðandi athugasemdir um ákvörðun byggingafulltrúa sagðist hún halda að þær hefðu átt að berast í gær eða í dag en samkvæmt bréfi byggingafulltrúa 30. janúar fékk framkvæmdaraðilinn 7 daga til að bregðast við.

Bjarni Þór Þórólfsson, framkvæmdastjóri Búseta, segist engar tillögur hafa séð að breytingum á húsinu.

Heimild: Visir.is