Á næstu vikum hefst uppbygging í Korputúni, nýju verslunarhverfi á mörkum Mosfellsbæjar og Reykjavíkur, sem verður um 40% stærra en Kringlan.
Reitir eiga svæðið og verður Jysk fyrsta fyrirtækið til að byggja upp starfsemi í hverfinu.
Guðni Aðalsteinsson forstjóri Reita segir þetta einstakt tækifæri fyrir fyrirtæki.
„Það eru enda ekki margir staðir í boði á höfuðborgarsvæðinu þar sem hægt er að byggja mörg þúsund fermetra verslunarhúsnæði. Það gerir þennan reit sérstakan,“ segir Guðni en hægt verður að byggja allt að 17 þúsund fermetra verslunarhúsnæði sem er t.d. á stærð við verslun IKEA í Kauptúni. Uppbyggingin sætir því tíðindum á fasteignamarkaði.
Gert er ráð fyrir tæpum 90 þúsund fermetrum í hverfinu en t.d. er Kringlan, stærsta eign Reita, 65 þúsund fermetrar.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.
Heimild: Mbl.is