Home Fréttir Í fréttum Nýr verslunarkjarni rís í Korputúni

Nýr verslunarkjarni rís í Korputúni

12
0
Drög að Korputúni. Teikning/ONNO

Á næstu vik­um hefst upp­bygg­ing í Korpu­túni, nýju versl­un­ar­hverfi á mörk­um Mos­fells­bæj­ar og Reykja­vík­ur, sem verður um 40% stærra en Kringl­an.

<>

Reit­ir eiga svæðið og verður Jysk fyrsta fyr­ir­tækið til að byggja upp starf­semi í hverf­inu.

Guðni Aðal­steins­son for­stjóri Reita seg­ir þetta ein­stakt tæki­færi fyr­ir fyr­ir­tæki.

„Það eru enda ekki marg­ir staðir í boði á höfuðborg­ar­svæðinu þar sem hægt er að byggja mörg þúsund fer­metra versl­un­ar­hús­næði. Það ger­ir þenn­an reit sér­stak­an,“ seg­ir Guðni en hægt verður að byggja allt að 17 þúsund fer­metra versl­un­ar­hús­næði sem er t.d. á stærð við versl­un IKEA í Kaup­túni. Upp­bygg­ing­in sæt­ir því tíðind­um á fast­eigna­markaði.

Gert er ráð fyr­ir tæp­um 90 þúsund fer­metr­um í hverf­inu en t.d. er Kringl­an, stærsta eign Reita, 65 þúsund fer­metr­ar.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is