VSÓ ráðgjöf hefur séð um hönnun, verklýsingar og gerð útboðsgagna fyrir Vestmannaeyjabæ eins og þeir hafa gert fyrir fjölda annarra sveitarfélaga í gegnum tíðina.
Hluti af þeirri vinnu snýr meðal annars að því að framkvæmdin uppfylli alla staðla og reglugerðir sem gilda hjá KSÍ til að Hásteinsvöllur fái keppnisleyfi.
Staðan á framkvæmdinni:
- Búið er að bjóða út jarðvinnu og lagnir. Framkvæmdir hafnar og er áætluð verklok við þennan verkþátt er fyrir 1. apríl.
- Búið er að bjóða út tæknirými fyrir stjórnbúnað vatnsúðarakerfis og flóðlýsingar. Framkvæmdaraðili í jarðvinnu er að undirbúa undirlag fyrir byggingu og er áætlað að framkvæmdir hefjist fljótlega og á þeim að vera lokið fyrir 1. maí.
- Búið er að opna útboð vegna fjaðurlags, gervigrass og niðurlagningu og verður lagt fyrir framkvæmda- og hafnarráðs til ákvörðunartöku á fundi í næstu viku. Áætlað er að framkvæmdir hefjist 1. apríl og verði lokið 1. maí.
- Áætlað er að bjóða út flóðlýsingu seinna á árinu 2025 og gert ráð fyrir að verklok séu á fyrsta ársfjórðungi 2026.
Heimild: Tigull.is