Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Mun valda byltingu í móttöku farþega

Mun valda byltingu í móttöku farþega

41
0
Nýja farþegamiðstöðin er hönnuð með það að leiðarljósi að til verði fjölnota bygging sem nýtist sem farþegamiðstöð stóran hluta úr ári. mbl.is/sisi

Fram­kvæmd­ir við nýju 5.700 fer­metra farþegamiðstöðina á Skarfa­bakka í Sunda­höfn eru á áætl­un.

<>

Upp­steypa er í full­um gangi. Starfs­menn ÍAV vinna verkið sem skot­geng­ur eins og mynd­in sýn­ir.

Fyrsta skóflu­stung­an var tek­in í fyrra­vor og fram­kvæmd­ir hóf­ust fljót­lega við grunn. Áætlað er að bygg­ing­in verði til­bú­in til notk­un­ar áður en vertíð skemmti­ferðaskip­anna hefst vorið 2026. Næsta sum­ar verður sett upp bráðabirgðaaðstaða til að af­greiða farþega skemmti­ferðaskipa sem koma til Reykja­vík­ur.

Faxa­flóa­hafn­ir efndu til sam­starfs­sam­keppni vegna hönn­un­ar og bygg­ing­ar á fjöl­nota farþegamiðstöð á Skarfa­bakka. Vinn­ingstil­laga var til­kynnt á vor­mánuðum 2023 og var það teymi ÍAV, verk­fræðistof­unn­ar VSÓ og Brokkr studio arki­tekta sem varð hlut­skarp­ast.

Samn­ing­ur um bygg­ingu farþegamiðstöðvar­inn­ar var und­ir­ritaður 23. fe­brú­ar í fyrra. Samn­ings­upp­hæðin er 3,7 millj­arðar króna með virðis­auka­skatti.

Nýja farþegamiðstöðin er hönnuð með það að leiðarljósi að til verði fjöl­nota bygg­ing sem nýt­ist sem farþegamiðstöð stór­an hluta úr ári en ann­ars fyr­ir viðburði af ýmsu tagi, seg­ir í kynn­ingu Faxa­flóa­hafna. Sér­stakt form bygg­ing­ar­inn­ar muni gera hana að kenni­leiti við Skarfa­bakk­ann, bæði frá sjó og landi.

Utan há­anna­tíma skemmti­ferðaskipa, sem er maí til og með sept­em­ber, verður fjöl­nota bygg­ing­in aðgengi­leg fyr­ir ráðstefn­ur, fundi og aðra þá stærri viðburði sem bygg­ing af þess­ari stærðargráðu býður upp á, seg­ir enn frem­ur í kynn­ing­unni. Þetta tíðkist með sam­bæri­leg­ar bygg­ing­ar víðs veg­ar um heim­inn.

Heimild: Mbl.is