Tilboð voru opnuð 14. júní 2016. Hafnarsjóður Þorlákshafnar óskaði eftir tilboðum í ofangreint verk.
Um er að ræða stofndýpkun, rif Norðurvararbryggju og færsla grjótvarna innan hafnar og í innsiglingu.
Svæðin sem dýpka á eru innan hafnar og í innsiglingu.
Helstu magntölur:
- Dýpka um 50.000 m3
- Rif bryggju 123 m
- Færsla grjótvarnar um 20.000 m3
Verkinu skal lokið eigi síðar en 1. júlí 2017.
| Bjóðandi | Tilboð kr. | Hlutfall | Frávik þús.kr. |
| Áætlaður verktakakostnaður | 317.731.800 | 100,0 | 68.862 |
| Hagtak ehf., Hafnarfirði | 266.149.240 | 83,8 | 17.279 |
| Björgun ehf., Reykjavík | 248.869.834 | 78,3 | 0 |












