Tilboð opnuð 14. júní 2016 í endurbyggingu 5,9 km kafla Laxárdalsvegar frá Þrándargili að Gröf, ásamt útlögn klæðingar.
Helstu magntölur eru:
- Fylling og fláafleygar 21.330 m3
- Skering 20.480 m3
- Neðra burðarlag 15.350 m3
- Efra burðarlag 6.700 m3
- Tvöföld klæðing 37.950 m2
- Frágangur fláa 73.700 m2
Verkinu skal vera lokið með einfaldri klæðingu eigi síðar en 1. september 2016. Verkinu skal að fullu lokið með tvöfaldri klæðingu eigi síðar en 1. júlí 2017.
Bjóðandi | Tilboð kr. | Hlutfall | Frávik þús.kr. |
Stafnafell ehf., Snæfellsbæ | 135.625.190 | 147,7 | 27.625 |
Þróttur ehf., Akranesi | 116.200.506 | 126,6 | 8.201 |
Borgarverk ehf., Borgarnesi | 108.000.000 | 117,6 | 0 |
Áætlaður verktakakostnaður | 91.810.733 | 100,0 | -16.189 |