Home Fréttir Í fréttum Segir borgaryfirvöld hunsa íbúa

Segir borgaryfirvöld hunsa íbúa

16
0
Hér má sjá umræddan I-reit þar sem til stendur að reisa íbúðarhúsnæði sem á að hýsa 83 íbúðir. Áður var svæðið skráð opið. Ljósmynd/Anna

Borg­ar­stjóri og kjörn­ir full­trú­ar í um­hverf­is- og skipu­lags­ráði hafa ít­rekað hunsað at­huga­semd­ir íbúa á Hlíðar­enda varðandi áform um þétt­ingu byggðar á svæðinu.

<>

Íbúar á svæðinu hafa síðustu mánuði reynt að ná í for­svars­menn borg­ar­inn­ar án ár­ang­urs vegna fyr­ir­hugaðrar upp­bygg­ing­ar á svæðinu.

Þetta seg­ir Anna Jörgens­dótt­ir, íbúi á Hlíðar­enda. Hún seg­ir íbúa á svæðinu vera að skoða stöðu sína vegna gjör­breyttra for­sendna í aðal- og deili­skipu­lagi hverf­is­ins frá ár­inu 2022.

Anna sendi tölvu­póst á Ein­ar Þor­steins­son borg­ar­stjóra og kjörna full­trúa í um­hverf­is- og skipu­lags­ráði borg­ar­inn­ar í síðustu viku en fátt hef­ur verið um svör. Í um­rædd­um tölvu­pósti gagn­rýn­ir Anna þétt­ingaráform borg­ar­inn­ar á svæðinu og ósk­ar eft­ir auknu sam­ráði borg­ar­yf­ir­valda við íbúa á svæðinu.

Íbúar á svæðinu hafa verið gagn­rýn­ir á nokk­ur svæði sem hafa tekið breyt­ing­um í deili­skipu­lagi borg­ar­inn­ar frá því að þeir festu kaup á íbúðum sín­um, flest í kring­um árið 2020. Gagn­rýn­in bein­ist m.a. að svo­kölluðum I-reit sem er á horni Hauka­hlíðar, Smyr­ils­hlíðar og Bæj­ar­leiðar en eins og Morg­un­blaðið hef­ur áður greint frá hyggst Bjarg íbúðafé­lag byggja íbúðar­hús­næði á svæðinu sem á að hýsa 83 íbúðir. Rétt er að taka fram að í deili­skipu­lagi frá ár­inu 2021 var gert ráð fyr­ir 70 íbúðum á svæðinu en fyr­ir það var svæðið skráð opið til bráðabirgða.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is