Útboð – reisning á límtréshúsi
Skeiða- og Gnúpverjahreppur býður út verkið reisning á límtréshúsi – íþróttamiðstöð í Árnesi. Verkið felur í sér að reisa límtréshús með steinullareiningum framleitt af Límtré-Vírnet á steypta plötu og fullnaðar frágang yleininga, hurða og glugga.
Helstu magntölur eru:
Burðarvirki fyrir grunnflöt: 2.726,8 fm
Steinullar yleiningar í útveggi: 1.197 fm
Steinullar yleiningar í þak: 2.893 fm
Límtrésburðarvirki fyrir milligólf: 523,5 fm
Steinullar yleiningar í milliveggi: 136,3 fm
Útboðsgögn verða afhent á rafrænu formi frá og með laugardeginum 1. febrúar 2025. Þeir sem hyggjast gera tilboð í verkið skulu hafa samband við Harald Þór Jónsson með tölvupósti á netfangið haraldur@skeidgnup.is og gefa upp nafn, heimilisfang, síma og netfang og fá í kjölfarið útboðsgögnin send í tölvupósti.
Tilboðum skal skila á skrifstofu Skeiða- og Gnúpverjahrepps, Árnesi, 804 Selfossi fyrir kl. 10:00 mánudaginn 17. febrúar 2025, en þá verða þau opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.