Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Hótelturninn nokkuð á eftir áætlun

Hótelturninn nokkuð á eftir áætlun

74
0
Uppsteypa á lyftu- og stigahúsi er í fullum gangi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fyr­ir­hugaður hót­elt­urn á Skúla­götu 26 er far­inn að teygja sig til him­ins og er búið að steypa bíla­kjall­ara og fyrstu hæðirn­ar.

<>

Kettle Col­lecti­ve, arki­tekta­stofa skoska arki­tekts­ins Tonys Kett­les, fer með hönn­un út­lits hót­els­ins en fram kom í sam­tali við Kettle í Morg­un­blaðinu í árs­byrj­un 2020 að skapa ætti nýtt kenni­leiti í borg­inni.

Hót­elt­urn­inn verður 17 hæðir og með 210 her­bergj­um. Steypt verður lyftu- og stiga­hús og stálein­ing­um raðað utan um það.

Fram­kvæmd­ir við íbúðir við hlið hót­els­ins eru langt komn­ar. mbl.is/​Bald­ur

Með út­sýni yfir sund­in

Fram kom í Morg­un­blaðinu 14. mars sl. að á ann­arri efstu hæð hót­els­ins yrði bar með út­sýni yfir miðborg­ina og sund­in og fyr­ir ofan hann yrði út­sýn­is­ver­önd á þak­inu. Var þá áformað að taka hót­elið í notk­un vorið 2025 en ljóst er að sú tíma­áætl­un hef­ur tekið breyt­ing­um.

Atli Kristjáns­son, fram­kvæmda­stjóri verk­efn­is­ins, sagði við það til­efni að verk­efnið hefði haf­ist árið 2018 með niðurrifi eldri bygg­inga.

Far­sótt­in hefði hins veg­ar valdið því að verk­efnið var sett á ís. Sam­hliða bygg­ingu hót­els­ins yrðu byggðar 27 íbúðir við hlið þess, á Skúla­götu 26, en þær yrðu fyr­ir al­menn­an markað og ættu að koma í sölu í árs­lok 2024 eða í byrj­un þessa árs. Sal­an er ekki haf­in. Ekki náðist í Atla við vinnslu frétt­ar­inn­ar.

Heimild: Mbl.is