Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Unnið við lokafrágang á útveggjaklæðningu meðferðarkjarna

Unnið við lokafrágang á útveggjaklæðningu meðferðarkjarna

63
0
Mynd: NLSH.is

Nú á nýju ári eru verktakar aftur að verða fullmannaðir, þegar margir starfsmenn hafa snúið til baka eftir gott jólafrí.

<>

„Vinna við meðferðarkjarnann gengur vel og hafa útveggjaeiningar verið settar á síðasta hluta byggingarinnar.

Nú hefst lokafrágangur á útveggjaklæðningu, sem felst í lokun á þensluskilum, þakköntum, uppsetningu á hurðum og öðrum smærri verkþáttum. Undirbúningur við innivinnu á legudeildum, á 5. og 6. hæð, er hafinn og reiknað með að framkvæmdir þar hefjist í febrúar.

Unnið er að lagningu regnvatnslagna frá þökum og styttist í að allt regnvatn verði leitt í þeim út úr húsinu. Framkvæmdir á nýju ári munu í auknu mæli snúast um innanhússfrágang, “segir Árni Kristjánsson, staðarverkfræðingur NLSH.

Heimild: NLSH.is