Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Íþróttamiðstöðin rís úr jörðu í Búðardal

Íþróttamiðstöðin rís úr jörðu í Búðardal

74
0

Framkvæmdir í grunni nýrrar íþróttamiðstöðvar ganga vel. Uppsteypa á kjallara er langt komin og unnið að steypu á undirstöðum íþróttasals og þjónustubyggingar. Ekkert lát verður á framkvæmdum meðan veður leyfir, en nú er snjólétt og frost milt sem kemur sér vel.

<>
Unnið að einangrun kjallaraveggja. Í kjallaranum verður tæknirými sundlaugarinnar.

Límtré í burðarvirki er í framleiðslu í Lettlandi og er væntanlegt ásamt útveggjaeiningum og tilheyrandi í mars. Það þarf því ekki að bíða lengi til að sjá bygginguna taka á sig mynd þegar farið verður að reisa.

Uppsláttur sökkulveggja undir íþróttasalnum.

Sumarið verður stórt í framkvæmdum þar sem húsinu verður lokað og gengið frá lóð, sundlaugarsvæði og fleira. Verklok eru áformuð í febrúar 2026.

Framleiðsla límtrés fyrir íþróttamiðstöð í Lettlandi.

Heimild: Dalir.is