Home Í fréttum Niðurstöður útboða Opnun útboðs: Norðfjarðargöng (92): Stjórnkerfi

Opnun útboðs: Norðfjarðargöng (92): Stjórnkerfi

135
0
Mynd: Rúnar Snær Reynisson - RÚV

Tilboð opnuð 7. júní 2016 í gerð stjórnkerfis í Norðfjarðargöng. Framkvæmdin sem hér um ræðir nær yfir gerð stjórnkerfis í Norðfjarðargöng en þau eru um 7,9 km löng, á milli Eskifjarðar og Norðfjarðar. Stjórnkerfið hefur það hlutverk að fylgjast með ástandi í göngunum, skrá það, stjórna loftræsingu og láta vita af öllum bilunum og ef skapast hættusástand. Innifalið í verkinu er smíði stjórn- og símaskápa, iðntölvubúnaður, forritun búnaðarins samkvæmt verklýsingu, prófun búnaðarins og gerð handbóka um kerfið.

<>

Helstu magntölur eru:

Helstu magntölur verksins eru:

·         Stjórnskápar                 6 stk.

·         Símaskápar                 25 stk.

·         Símaklefar                     6 stk.

·         Iðntölvubúnaður

·         Forritum stjórnkerfis samkvæmt kröfum

·         Prófun alls búnaðar

·         Gerð handbóka um kerfið

Verki skal lokið að fullu 30. apríl 2017.

Bjóðandi Tilboð kr. Hlutfall Frávik þús.kr.
Rafey ehf., Egilsstaðir 112.233.854 129,5 35.137
Áætlaður verktakakostnaður 86.680.838 100,0 9.584
Rafskaut ehf., Ísafjörður 77.852.378 89,8 756
 Rafmenn ehf., Akureyri  77.096.836 88,9  0