Tilboð opnuð 7. júní 2016 í endurbyggingu Hegranesvegar í Skagafirði, frá Ási að vegamótum við Sauðárkróksbraut. Lengd útboðskaflans er 5,09 km.
Helstu magntölur eru:
- – Efnisvinnsla 0/22 mm 7.430 m3
- – Skering 3.550 m3
- – Fylling 15.630 m3
- – Fláafleygar 7.480 m3
- – Ræsalögn 14 m
- – Endafrágangur ræsa 4 stk.
- – Neðra burðarlag 24.140 m3
- – Efra burðarlag 5.710 m3
- – Tvöföld klæðing 32.710 m2
- – Frágangur fláa 35.440 m2
Verktaki skal ljúka öllum verkþáttum nema lokafrágangi fláa, útlögn efra burðarlags og útlögn klæðingar fyrir 1. nóvember 2016. Verkinu skal að fullu lokið 15. júlí 2017.
Bjóðandi | Tilboð kr. | Hlutfall | Frávik þús.kr. |
Víðimelsbræður ehf., Sauðárkrókur | 127.536.850 | 106,6 | 17.548 |
Áætlaður verktakakostnaður | 119.673.000 | 100,0 | 9.685 |
Norðurtak ehf., Sauðárkróki | 109.988.500 | 91,9 | 0 |