Tilboð opnuð 7. júní 2016 í endurbyggingu Hegranesvegar í Skagafirði, frá Ási að vegamótum við Sauðárkróksbraut. Lengd útboðskaflans er 5,09 km.
Helstu magntölur eru:
- – Efnisvinnsla 0/22 mm 7.430 m3
- – Skering 3.550 m3
- – Fylling 15.630 m3
- – Fláafleygar 7.480 m3
- – Ræsalögn 14 m
- – Endafrágangur ræsa 4 stk.
- – Neðra burðarlag 24.140 m3
- – Efra burðarlag 5.710 m3
- – Tvöföld klæðing 32.710 m2
- – Frágangur fláa 35.440 m2
Verktaki skal ljúka öllum verkþáttum nema lokafrágangi fláa, útlögn efra burðarlags og útlögn klæðingar fyrir 1. nóvember 2016. Verkinu skal að fullu lokið 15. júlí 2017.
| Bjóðandi | Tilboð kr. | Hlutfall | Frávik þús.kr. |
| Víðimelsbræður ehf., Sauðárkrókur | 127.536.850 | 106,6 | 17.548 |
| Áætlaður verktakakostnaður | 119.673.000 | 100,0 | 9.685 |
| Norðurtak ehf., Sauðárkróki | 109.988.500 | 91,9 | 0 |












