Home Fréttir Í fréttum Afleiðingar fjögurra ára vatnstjóns koma fram

Afleiðingar fjögurra ára vatnstjóns koma fram

41
0
Ekki er um að ræða skemmdir á húsinu, heldur eingöngu munum sem voru í geymslu í kjallaranum. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Raka­skemmd­ir og mygla sem komið hafa í ljós í Lög­bergi, þar sem laga­deild Há­skóla Íslands hef­ur aðset­ur, má rekja til vatns­tjóns sem varð þegar aðal­kalda­vatnsæð Veitna við Suður­götu fór í sund­ur í árið 2021.

<>

Ekki er um að ræða skemmd­ir á hús­næðinu sjálfu, held­ur ein­göngu á mun­um sem voru í geymslu í kjall­ar­an­um. Þetta staðfest­ir Krist­inn Jó­hann­es­son, sviðsstjóri fram­kvæmda- og tækni­sviðs Há­skóla Íslands, í sam­tali við mbl.is.

„Það var ekki gætt nógu vel að því að hreinsa út úr geymsl­um. Það er í raun dót sem var inni í geymsl­um sem er að mygla. Þetta er ekki al­var­legt mál gagn­vart hús­inu sjálfu, en það er alltaf slæmt að fá myglu og við tök­um það mjög al­var­lega. Við fáum alltaf til okk­ar sér­fræðinga í slík­um mál­um til að vinna úr því,“ seg­ir Krist­inn.

Bet­ur fór en á horfðist í fyrstu
Nú er unnið að því að þrífa og myglu­hreinsa hús­næðið og búið er að fara yfir mun­ina sem voru í geymsl­unni. Þá verður tæki­færið notað til að fara yfir rýmið og lag­færa það sem þarf.

„Ég held að þetta hafi farið bet­ur en menn héldu í upp­hafi. Fyrst héld­um við að við þyrft­um að farga öllu sem var þarna inni, en þess þurfti ekki.“

Aðallega var um papp­ír og bæk­ur að ræða og bend­ir Krist­inn á að papp­ír­inn sé raka­sæk­inn og þar hafi mynd­ast kjöraðstæður fyr­ir myglu.

Mikið magn vatns flæddi um ganga Há­skól­ans í janú­ar 2021. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Taka all­ar ábend­ing­ar al­var­lega
Aðspurður hvort það hafi fund­ist raka­skemmd­ir á fleiri stöðum eft­ir lek­ann í janú­ar 2021 svar­ar Krist­inn því neit­andi, en talið er að um 2.500 tonn af vatni hafi lekið um ganga bygg­inga há­skól­ans þegar vatnsæðin fór í sund­ur á sín­um tíma.

„Það er nú samt þannig að mygl­an er alls staðar og við þurf­um bara að vera á varðbergi, og erum það. Við bregðumst við öll­um ábend­ing­um sem við fáum.“

Raka­skemmd­irn­ar og mygl­an í Lög­bergi komu í ljós þegar farið var að mæla vegna ábend­inga sem bár­ust.

„Það er ekki endi­lega þannig að fólk sjái þetta. Sum­ir fá óþæg­indi löngu á und­an öðrum og við reyn­um að taka það al­var­lega og bregðast við því. Eina ráðið er alltaf að mæla, það er ekki hægt að segja nei ef maður sér það ekki.“

Heimild: Mbl.is