Home Fréttir Í fréttum Vinna að hefjast við byggingu 45 íbúða á Húsavík

Vinna að hefjast við byggingu 45 íbúða á Húsavík

151
0
Svæði E í Holtahverfi, hér er fyrirhugað að PCC Seaview Residences byggi 45 íbúðir. Mynd: Vikudagur.is / epe

byggðaráð Norðurþings í mars, umsókn frá PCC Seaview Residences ehf. (PCC-SR) að taka frá fyrir sig landsvæði á Húsavík til byggingar á um það bil 40 íbúðum á meðan fyrirtækið kannaði nánar hvort það ætlaði að ráðast í þessar framkvæmdir. Um er að ræða svæði E í Holtahverfi eða það sem í daglegu tali er gjarna kallað Stekkjarholt.

<>

PCC-SR óskar nú eftir tilboðum í gatnagerð og lagnir veitustofnana á umræddu svæði. Stefnt er á að jarðvegsvinna hefjist í júni á þessu ári. Bergur Elías Ágústsson fulltrúi PCC-SR segir að til standi að byggja 45 íbúðir á svæðinu „Við Ræddum við Eflu verkfræðistofu til að fá einhverjar hugmyndir og töluðum í kjölfarið við einhverja níu aðila, bæði arkitekta og verktaka. Svo erum við í áframhaldandi viðræðum við þrjá aðila,“ segir Bergur í samtali við blaðamann. Hann er vongóður um að byggingaframkvæmdir geti hafist í kjölfar jarðvegsvinnu sem hefst í júní.

„Þar sem nokkur skortur er á íbúðum á Húsavík og nágrenni og fyrirsjáanleg fjölgun starfa á svæðinu var ákveðið að fara í þetta mjög svo áhugaverða verkefni. Að svo stöddu er fyrst og fremst verið að styrkja búsetuúrræði fyrir framtíðar starfsmenn PCC BakkaSilicon hf.,“ segir Bergur.

Hann segir jafnframt að stefnt sé á að nefndar íbúðir verði að mestu tilbúnar haustið 2017 en „sem stendur er vinna í fullum gangi og þar af leiðandi getum við ekki hér og nú sagt til um hvenær fyrstu íbúðirnar verða klárar“.

Heimild: Vikudagur.is