Home Fréttir Í fréttum Framkvæmdin sem á að breyta Reykjavík

Framkvæmdin sem á að breyta Reykjavík

59
0
Miklubrautargöng eru ein stærsta uppbyggingarframkvæmd næstu áratuga. En hvernig er gert ráð fyrir að göngin muni líta út? Samsett mynd

Eitt af stærstu upp­bygg­ing­ar­verk­efn­um á Íslandi á kom­andi ára­tug verða lík­lega Miklu­braut­ar­göng, en verðmiði þeirra er vel á sjötta tug millj­arða. En hvernig munu þessi göng líta út og hver er tím­arammi fram­kvæmd­anna?

<>

Und­an­far­in ár hef­ur um­tals­verð umræða átt sér stað um framtíð sam­göngu­kerf­is­ins á höfuðborg­ar­svæðinu, ekki síst tengt sam­göngusátt­mála höfuðborg­ar­svæðis­ins, en í hon­um fel­ast um­tals­verðar fram­kvæmd­ir við stofn­vegi, upp­bygg­ing borg­ar­línu og göngu- og hjóla­stíga­fram­kvæmd­ir fram til árs­ins 2040.

Göng eða stokk­ur?
Í ág­úst var lík­lega eitt stærsta skrefið stigið í þess­um mál­um þegar sam­göngusátt­mál­inn var upp­færður, en við það var áætl­un um heild­ar­kostnað hans hækkaður upp í 311 millj­arða. Við sama tæki­færi voru tek­in af tví­mæli um nokkr­ar af stærstu fram­kvæmd­ir sátt­mál­ans sem munu snerta tug þúsund­ir íbúa höfuðborg­ar­svæðis­ins á hverj­um ein­asta degi. Þar á meðal um framtíð Miklu­braut­ar­inn­ar og hvort að hluti henn­ar muni fara í stokk eða göng.

Upp­haf­lega hafði verið horft til þess að hluti Miklu­braut­ar frá Snorra­braut og að Kringl­unni færi í stokk, en með því væri meðal ann­ars hægt að byggja ofan á stokkn­um í stað þess að hafa jafn um­fangs­mikla og um­ferðamikla stof­næð þar í gegn sem sker íbúðahverfi niður. Heild­ar­vega­lengd stokks­ins átti að vera um 1,8 km.

Hins veg­ar var ljóst að slík fram­kvæmd væri bæði mjög kostnaðar­söm og að fram­kvæmd­ir myndu valda gríðarleg­um trufl­un­um fyr­ir um­ferð og íbúa yfir margra ára tíma­bil. Varð umræða um göng því alltaf há­vær­ari og í upp­færðum sam­göngusátt­mála kom fram að ákveðið hefði verið að velja ganga­leiðina frek­ar en stokk­inn.

Hafði Vega­gerðin áður skilað inn grein­ingu sinni um kost­ina og kom­ist að þeirri niður­stöðu að jarðganga­gerð væri tal­in mikið væn­legri kost­ur en að setja braut­ina í stokk.

Sam­tals 4,1 km göng
Göng­in eru þó ekki bara öðru­vísi í fram­kvæmd en stokk­ur, held­ur er þar gert ráð fyr­ir að þau nái frá Snorra­braut og mun lengra í aust­ur, eða alla leið aust­ur fyr­ir Grens­ás­veg og lang­leiðina að Skeiðar­vogi. Þá er einnig gert ráð fyr­ir að þau nái eft­ir Kringlu­mýr­ar­braut suður fyr­ir Bú­staðaveg.

Væri heild­ar­lengd gang­anna eft­ir Miklu­braut 2,8 km með tvær ak­rein­ar í báðar akst­urs­stefn­ur, en til viðbót­ar kæmi 1,3 km kafli frá Miklu­braut og suður með eina ak­rein í hvora akst­urs­stefnu. Sam­tals væri það því 4,1 km löng göng.

Yf­ir­lits­mynd sem sýn­ir þá lausn sem verður tek­in áfram á næsta hönn­un­arstig, for­hönn­un. Kort/​Vega­gerðin

Sjá má áætlaða legu jarðgang­anna á meðfylgj­andi teikn­ingu. Þar sést hvernig vest­ur­end­inn er við nú­ver­andi gatna­mót Snorra­braut­ar og Miklu­braut­ar/​Hring­braut­ar. Áður hef­ur komið fram að á þess­um stað, þar sem verið er að reisa nýja Land­spít­al­ann, sé veg­stæðið þröngt. Með göng­um verður helsta raskið við enda gang­anna, en ef far­in væri stokka­leiðin verður raskið og þar með áætlaðar um­ferðataf­ir, mun meiri alla leiðina.

Hvernig munu göng­in líta út?
Á meðfylgj­andi mynd má sjá hvernig ganga­mun­inn á vest­ur­enda jarðgang­anna gæti litið út, en mynd­in var birt í frumdraga­skýrslu Vega­gerðar­inn­ar um Miklu­braut í göng eða stokk. Þar er einnig gert ráð fyr­ir byggð ofan á veg­skál­an­um. Rétt er að taka fram að bygg­ing­arn­ar sem sjást á yf­ir­borði eru ekki end­an­leg hönn­un held­ur aðeins til­lög­ur á frum­stigi.

Vest­ari ganga­munn­inn sunn­an við nýja Land­spít­al­ann. Bygg­ing­ar sjást á yf­ir­borði, en ekki er um að ræða neina end­an­lega hönn­un hvað það varðar, aðeins til­lögu á frum­stigi. Teikn­ing/​Efla

Á ann­arri mynd sem fylgdi skýrsl­unni má sjá hvernig um­ferð við Skeif­una gæti litið út. Þar má sjá tvær ak­rein­ar í báðar átt­ir liggja ofan í göng­in, en á yf­ir­borðinu er ein ak­rein í hvora átt fyr­ir borg­ar­línu og ein ak­rein, með að- og af­rein­um, fyr­ir al­menna um­ferð. Má segja að það jafn­gildi nú­ver­andi fjölda ak­reina fyr­ir bílaum­ferð, en við bæt­ast borg­ar­línuak­rein­ar.

Á Miklu­braut sunn­an við Skeif­una eiga gangnamun­ar að aust­an að vera. Tvær ak­rein­ar í hvora akst­urs­stefnu eiga að vera um göng­in, en þau eiga að liggja um 2,8 km leið að Snorra­braut. Teikn­ing/​Efla

Á þriðju mynd­inni má svo sjá hvernig út­lit á suðurenda gang­anna gæti litið út á Kringlu­mýr­ar­braut. Sam­kvæmt frumdrög­un­um er gert ráð fyr­ir að um­ferð komi upp úr göng­un­um rétt sunn­an við Bú­staðaveg, en að farið sé ofan í göng­in rétt norðan. Með því yrðu ganga­munn­arn­ir báðir í miðjunni, en ekki á ytri kant­in­um, líkt og í til­felli aust­ur­end­ans við Skeif­una.

Gangnamun­inn á Kringlu­mýr­ar­braut, við Bú­staðaveg, gæti litið út svona. Ljós­mynd/​Teikn­ing/​Efla

54 millj­arðar og stefnt að fram­kvæmd­um 2033
Sam­kvæmt upp­færðum sam­göngusátt­mála höfuðborg­ar­svæðis­ins má sjá að gert er ráð fyr­ir ein­um millj­arði í Miklu­braut­ar­göng árið 2032, en ætla má að það sé í und­ir­bún­ings­kostnað. Sam­kvæmt plan­inu er gert ráð fyr­ir að fram­kvæmd­ir hefj­ist ári síðar, eða 2033, en þá er gert ráð fyr­ir rúm­lega 6 millj­örðum í verk­efnið og sjö millj­örðum árið eft­ir.

Gert er ráð fyr­ir að fram­kvæmd­in geti klár­ast á um fimm árum, en til viðbót­ar við þá 14 millj­arða sem áætlaðir eru fyrstu árin er gert ráð fyr­ir 40 millj­örðum í verk­efnið til viðbót­ar 2035 til 2038.

Frumdrög – for­hönn­un – verk­hönn­un
Líkt og kom fram á síðasta ári er Vega­gerðin búin með frumdraga­hönn­un verk­efn­is­ins, en það er fyrsta hönn­un­arstig af þrem­ur. Í því felst meðal ann­ars val­kosta­grein­ing þar sem val­kost­ir eru skoðaðir og svo í kjöl­farið mis­mun­andi út­færsl­ur á slík­um lausn­um. Í þessu til­felli voru kost­ir og gall­ar við stokk og göng skoðaðir og svo fyr­ir mis­mun­andi út­færsl­ur á hvorri lausn. Var niðurstaðan eft­ir þá hönn­un að leggja til göng­in sem sveit­ar­fé­lög­in hafa tekið upp miðað við upp­færðan sam­göngusátt­mála.

Næsta stig er for­hönn­un­arstig, en þá er sú lausn sem ákveðið var að velja hönnuð áfram og sett­ar fram ná­kvæm­ari áætlan­ir og kostnaður. Á þessu stigi er einnig unnið að því að sam­ræma fram­kvæmd­ina við aðrar áætlan­ir borg­ar­inn­ar og skipu­lag, en í þessu verk­efni felst það meðal ann­ars í sam­ræm­ingu við borg­ar­línu­verk­efnið. Jarðgöng kalla einnig á breyt­ingu á aðal­skipu­lagi, en í nú­ver­andi skipu­lagi er gert ráð fyr­ir stokki.

Kristján Árni Kristjáns­son, verk­efna­stjóri stofn­vega á höfuðborg­ar­svæðinu hjá Vega­gerðinni, seg­ir að for­hönn­un­arstig geti tekið um 1-2 ár, en eft­ir það tek­ur við verk­hönn­un­arstig þar sem fram­kvæmd­in er að fullu hönnuð og und­ir­bú­in. Frek­ari upp­lýs­ing­ar um hönn­un, út­lit og upp­fært kostnaðarmat gætu því legið frammi eft­ir þann tíma.

Göng­in á 30 metra dýpi
Í sam­tali við mbl.is seg­ir hann að göng­in gætu legið á allt að um 30 metra dýpi þar sem dýpst verður og að jarðfræðilega sé staðsetn­ing­in góð. Þannig sé bergið sem grafið yrði í gegn­um eins­leitt og henti vel til jarðganga­gerðar. Þar er um að ræða Reykja­vík­ur­grágrýti.

Á mynd­un­um hér að neðan má sjá bæði langsnið af berg­grunni Miklu­braut­ar, en vest­an meg­in væri farið inn ná­lægt Snorra­braut, í um 15 metra hæð yfir sjáv­ar­máli og svo út aust­an við Grens­ás­veg í um 30 metra hæð. Myndu göng­in því geta fylgt sama berg­lagi næst­um alla leið.

Á seinni langsniðsmynd­un­um má sjá bet­ur á hvaða dýpi göng­in yrðu á mis­mun­andi stöðum.

Kristján tek­ur einnig fram að rask af völd­um jarðganga verði alltaf mun minna en rask af stokkafram­kvæmd­um og að það þýði að tíma­lín­an geti verið sveigj­an­legri og að áhrif á um­ferð ættu að vera minni en ef stokk­ur væri val­inn.

Langsnið af Berg­grunni Miklu­braut­ar. Göng­in yrðu að mestu í Reykja­vík­ur­grágrýt­islag­inu og á allt að 30 metra dýpi. Graf/​Vega­gerðin
Hér má sjá nán­ari legu vest­ari hluta gang­anna og í hvaða berg­lagi þau myndu liggja. Teikn­ing/​Efla
Hér er svo langsniðið af aust­ari hluta gang­anna og sést þar nán­ar í gegn­um hvaða set­lög göng­in myndu liggja. Teikn­ing/​Efla

Heimild: Mbl.is