Framkvæmdasýslan – Ríkiseignir (FSRE), f.h. Menntaskólans við Sund, sem hér eftir nefnist kaupandi, óskar eftir leigutilboðum í að reisa færanlegar einingar til útleigu fyrir Menntaskólann við Sund. Verkefnið snýr að því að byggja og fullgera kennsluaðstöðu og leigja til Ríkiseigna, sem mun áframleigja til Menntaskólans við Sund.
Um er að ræða almennt útboð eins og því er lýst í 2. gr. laga um opinber innkaup nr. 120/2016 (OIL). Útboð þetta er auglýst innanlands og innan EES svæðisins.
Lög um opinber innkaup má nálgast á heimasíðu Alþingis á slóðinni. Vakin er athygli á síðari breytingum á OIL: https://www.althingi.is/lagas/nuna/2016120.html
Nánari upplýsingar er að finna í rafrænu útboðskerfi FSRE, TendSign.
Leiðbeiningar varðandi útboðskerfið má nálgast á heimasíðu Fjársýslunnar.
Erlent heiti og númer útboðslýsingar er 6330316: Temporary school facilities, hlekkur : https://tendsign.is/doc.aspx?MeFormsNoticeID=41571
Smelltu á nánar til að nálgast útboðskerfið og nánari gögn.
Útboðsnúmer: 6330316
Opnun tilboða: 27.1.2025