Home Fréttir Í fréttum Í vor þarf að velja á milli brúar eða ganga

Í vor þarf að velja á milli brúar eða ganga

43
0
Þau tímamót urðu í Sundabrautarverkefninu í fyrravor að byrjað var að bora rannsóknarholur. Notaður var pramminn Ýmir RE. Morgunblaðið/Árni Sæberg

Unnið hef­ur verið af full­um krafti að und­ir­bún­ingi Sunda­braut­ar hjá Vega­gerðinni. Næsta lyk­i­lákvörðun sem taka þarf er sú hvort þvera skuli Klepps­vík á brú eða í göng­um und­ir vík­ina.

<>

Í ný­út­komn­um Fram­kvæmda­frétt­um Vega­gerðar­inn­ar er fjallað um stöðu Sunda­braut­ar­verk­efn­is­ins. „Við von­umst til þess að all­ar for­send­ur fyr­ir leiðavali og ákv­arðana­töku liggi fyr­ir um mitt árið 2025. Í kjöl­farið er hægt að hefja útboðsferli sam­vinnu­verk­efn­is um Sunda­braut með það fyr­ir aug­um að fram­kvæmd­ir geti haf­ist á ár­inu 2026 ef allt geng­ur upp,“ er haft eft­ir Helgu Jónu Jón­as­dótt­ur verk­efn­is­stjóra Sunda­braut­ar.

Sunda­braut er nýr, u.þ.b. 11 km lang­ur stofn­veg­ur á höfuðborg­ar­svæðinu, frá Sæ­braut að Kjal­ar­nesi. Mark­mið verk­efn­is­ins er að bæta sam­göng­ur fyr­ir alla ferðamáta á norður­hluta höfuðborg­ar­svæðis­ins með því að stytta vega­lengd­ir og ferðatíma, dreifa um­ferð á fleiri leiðir og létta þannig á um­ferðarþunga.

Sig­urður Ingi Jó­hanns­son þáver­andi sam­gönguráðherra og Dag­ur B. Eggerts­son þáver­andi borg­ar­stjóri skrifuðu und­ir yf­ir­lýs­ingu um lagn­ingu Sunda­braut­ar hinn 6. júlí 2021. Við það tæki­færi sagði ráðherr­ann að hann reiknaði með að braut­in yrði á brú yfir Klepps­vík frek­ar en í göng­um und­ir hana.

Íbú­arn­ir vilja frek­ar göng
Ekki er ein­hug­ur um brú­ar­lausn­ina. Þegar óskað var eft­ir at­huga­semd­um í Skipu­lags­gátt­inni vegna kynn­ing­ar á matsáætl­un Sunda­braut­ar höfnuðu íbúa­sam­tök Laug­ar­dals al­farið brú yfir Klepps­vík enda myndi til­koma henn­ar stór­auka bílaum­ferð inn í hverfið. Sam­tök­in vilja að braut­in verði í jarðgöng­um und­ir vík­ina.

Frá því að matsáætl­un Sunda­braut­ar var kynnt haustið 2023 hef­ur mik­il vinna verið lögð í rann­sókn­ir og grein­ing­ar vegna mats á um­hverf­isáhrif­um, að því er fram kem­ur í Fram­kvæmda­frétt­um. Um­fangs­mikl­ar jarðtækni­rann­sókn­ir á landi og sjó hafa staðið yfir allt þetta ár og eru nú á loka­metr­un­um. Unnið hef­ur verið að áfram­hald­andi út­færslu val­kosta í frumdrög­um en kostnaðarmat mann­virkja bygg­ist m.a. á niður­stöðum jarðtækni­rann­sókna. Sam­hliða þess­ari vinnu hef­ur viðskipta­áætl­un fyr­ir verk­efnið verið að taka á sig mynd.

„Í grunn­inn stend­ur valið á milli þess að þvera Klepps­vík á brú eða í göng­um. Fyr­ir brú­ar­lausn­ina erum við síðan að skoða mis­mun­andi út­færsl­ur í hæð og lengd, auk gatna­móta og teng­inga, bæði fyr­ir bíla, gang­andi og hjólandi veg­far­end­ur. Það tek­ur sinn tíma að frum­hanna og rann­saka mis­mun­andi leiðir svo að hægt sé að meta fram­kvæmda­kostnað mann­virkja og gera grein fyr­ir um­hverf­isáhrif­um þeirra. Að auki ligg­ur hluti Sunda­braut­ar um viðkvæm svæði sem þarf að greina og rann­saka vel áður en ákvörðun verður tek­in um end­an­lega út­færslu mann­virkja,“ seg­ir Helga Jóna.

Um­hverf­is­mats­skýrsla Sunda­braut­ar verður til­bú­in til kynn­ing­ar með vor­inu. Skýrsl­an mun verða öll­um aðgengi­leg í skipu­lags­gátt­inni og að auki stend­ur til að halda opna kynn­ing­ar­fundi um niður­stöður um­hverf­is­mats­ins þegar þar að kem­ur.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu sem kom út í fyrradag.

Heimild: Mbl.is