Home Fréttir Í fréttum Veitingahús víki fyrir íbúðarhúsum

Veitingahús víki fyrir íbúðarhúsum

55
0
Veitingastaðurinn Metro er umkringdur fjölda bílastæða. Þau fara undir íbúðarhús.

Umbreyt­ing Skeifu­svæðis­ins úr iðnaðar- og versl­un­ar­hverfi í blandaða byggð virðist kom­in á fullt skrið.

<>

Morg­un­blaðið sagði fimmtu­dag­inn 18. des­em­ber sl. frá sam­komu­lagi Reykja­vík­ur­borg­ar við Eik fast­eigna­fé­lag hf. um niðurrif eldri húsa og upp­bygg­ingu íbúðar­hús­næðis á lóðunum Skeif­unni 7 og Skeif­unni 9.

Og nú hyggj­ast Reit­ir fast­eigna­fé­lag hf. halda áfram á sömu braut. Fé­lagið hef­ur óskað eft­ir af­stöðu Reykja­vík­ur­borg­ar til til­lögu um nýtt skipu­lag og upp­bygg­ingu á lóðinni Suður­lands­braut 56. Ber til­lag­an heitið METRÓ.

Lóðin sem um ræðir er á horni Suður­lands­braut­ar og Skeiðar­vogs. Á henni stend­ur 715 fer­metra veit­inga­hús sem upp­haf­lega var reist fyr­ir ham­borg­arastaðinn McDon­ald’s en hýs­ir nú veit­ingastaðinn Metro. Það mun víkja fyr­ir nýrri byggð nái áformin fram að ganga. Til­lag­an ger­ir ráð fyr­ir torg­rými, borg­arg­arði og um 90 íbúðum í tveim­ur sam­tengd­um 6-8 hæða bygg­ing­um. Að auki verði 1.700 fer­metra versl­un­ar- og þjón­ustu­rými.

Er­indi Reita var vísað til um­sagn­ar verk­efn­is­stjóra skipu­lags­full­trúa.

Til­lag­an ger­ir ráð fyr­ir 90 íbúðum í tveim­ur sam­tengd­um 6-8 hæða bygg­ing­um. Mynd­ir/​Trípólí arki­tekt­ar

Suður­lands­braut 56 er 4.039 fer­metra lóð í Skeif­unni, á horni Suður­lands­braut­ar og Skeiðar­vogs, að því er fram kem­ur í bréfi Reita. Nýt­ing­ar­hlut­fall lóðar­inn­ar sé mjög lágt eða 0,18. Lóðin er skil­greind á miðsvæði M3a í aðal­skipu­lagi þar sem fyr­ir­huguð sé upp­bygg­ing og umbreyt­ing iðnaðar- og versl­un­ar­hverf­is í blandaða byggð.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í gær.

Heimild: Mbl.is