Home Fréttir Í fréttum Hægt að þétta byggð á betri hátt

Hægt að þétta byggð á betri hátt

31
0
Rafael á heimili sínu í Hlíðunum í Reykjavík. Ljósmynd/Aðsend

Arki­tekt­inn Rafa­el Campos de Pin­ho tek­ur á móti blaðamanni á heim­ili sínu í Hlíðunum í Reykja­vík. Sam­talið hefst á að ræða skipu­lag íbúða í hverf­inu, þar með tal­inna sér­hæða með stór­um og björt­um stof­um og rúm­góðum her­bergj­um, og hvernig það er ólíkt skipu­lagi margra íbúða á þétt­ing­ar­reit­um. Slík­ar íbúðir virðast ekki leng­ur vera byggðar.

<>

Rafa­el lauk námi í arki­tekt­úr og borg­ar­skipu­lagi frá bras­il­íska há­skól­an­um Escola de Arquitetura Uni­versi­da­de Feder­al de Min­as (EA-UFMG), ásamt því að hafa lokið MA-námi í fast­eignaviðskipt­um frá hag­fræðideild Uni­versi­dad de Barcelona. Hann hlaut viður­kenn­ingu fyr­ir út­skrift­ar­verk­efni sitt í Bras­il­íu og hitti við það til­efni ís­lenska arki­tekt­inn Pálm­ar Krist­munds­son, hjá PK Arki­tekt­um. Með þeim tókst vin­skap­ur og kom Rafa­el til Íslands 2006 til að starfa í þrjá mánuði en ör­lög­in tóku aðra stefnu. Rafa­el á ís­lenska sam­býl­is­konu, Ernu Hreins­dótt­ur, og sam­an eiga þau dótt­ur­ina Flóru, 12 ára

Starfað víða um heim
Rafa­el hef­ur starfað sem arki­tekt víða um heim og árið 2020 stofnaði hann stof­una Jörp ásamt Jó­hanni Erni Loga­syni. Und­an­farið hef­ur hann starfað með stof­unni DPZ CoDesign, sem er þekkt fyr­ir borg­ar­skipu­lag í Banda­ríkj­un­um, við hin ýmsu verk­efni í Norður-Am­er­íku.

Rafa­el hafði sam­band við blaðamann síðsum­ars í fyrra í til­efni af um­fjöll­un Morg­un­blaðsins um þétt­ingu byggðar. Síðan hef­ur umræðan farið á flug og marg­ir tjáð sig um þau áhrif sem þétt­ing byggðar hef­ur haft á ásýnd höfuðborg­ar­svæðis­ins, ekki síst Reykja­vík­ur, en Rafa­el reyn­ist hafa sterk­ar skoðanir á mál­inu.

Hús sem Rafael teiknaði við Sjómannaskólann í Reykjavík.
Hús sem Rafa­el teiknaði við Sjó­manna­skól­ann í Reykja­vík. Ljós­mynd/​Aðsend

Al­var­leg­ir hlut­ir á ferð
Nú er mikið rætt um kosti og galla þess að þétta byggð á höfuðborg­ar­svæðinu. Dæmi er vöru­húsið við Álfa­bakka í Suður-Mjódd. Hvaða skoðun hef­urðu á arki­tekt­úrn­um sem hef­ur leitt af þess­ari stefnu síðustu 10-15 ár?

„Þetta vöru­hús hef­ur skapað mikla umræðu og það er í sjálfu sér mik­il­vægt. Þetta mál sýn­ir hve al­var­leg­ir hlut­ir eru að eiga sér stað við upp­bygg­ingu íbúða á höfuðborg­ar­svæðinu og það ætti að fara fram miklu meiri umræða um þessa stefnu en verið hef­ur til að koma sam­tal­inu á hærra plan. Hvaða ár­angri skil­ar stefn­an? Hvaða leiðir eru til úr­bóta? Mér datt í hug að það væri góð byrj­un að ræða við þig.

Var fram­sæk­in og fáguð
Þegar ég kom fyrst til Íslands fyr­ir 19 árum fannst mér Reykja­vík vera heimsklassa hönn­un­ar­miðstöð. Ég hóf störf hjá hinum alþjóðlega viður­kenndu PK Arki­tekt­um og fyrstu vik­una sá ég framúrsk­ar­andi út­skrift­ar­sýn­ingu hjá Lista­há­skóla Íslands. Hér var lif­andi lista-, tón­list­ar- og tísku­sena. Ég hafði verið ár í New York og Berlín og fannst Reykja­vík vera allt eins fram­sæk­in og fáguð.

Síðan hef­ur borg­in gengið í gegn­um tölu­verðan vöxt og þróun. Því miður hef­ur þessi þróun leitt af sér hverfi sem ein­kenn­ast af köld­um og kassa­leg­um bygg­ing­um sem eru mótaðar í kring­um bíla­stæði. Bygg­ing­ar sem eru án nokk­urra tengsla við hina ríku hefð Íslend­inga fyr­ir hlý­leg­um arki­tekt­úr á mann­leg­um skala. Það er dap­ur­legt að sköp­un­in og frum­leik­inn sem Íslend­ing­ar eru þekkt­ir fyr­ir skuli ekki end­ur­spegl­ast í borg­ar­lands­lag­inu.“

Hanna í raun lítið
Hvað kann að skýra það?

„Ætli það séu ekki nokkr­ir þætt­ir. Einn þeirra er að reglu­verkið mót­ar bygg­ing­arn­ar meira en hönnuðirn­ir. Það er hvati til að sam­eina lóðir og byggja mik­inn bygg­ing­armassa. Því ef það þarf til dæm­is að vera lyfta þykir æski­legt að geta deilt kostnaðinum á eins marg­ar íbúðir og kost­ur er. Fjár­mála­stofn­an­ir kjósa einnig held­ur stærri verk­efni. Það er skil­virk­ara fyr­ir banka að fjár­magna stór íbúðaverk­efni en lít­il. Í þessu um­hverfi gegn­ir arki­tekt­inn mjög veiga­litlu hlut­verki við hönn­un íbúðar­hús­næðis. Þegar bygg­ing­arstaðlar hafa verið upp­fyllt­ir, og búið er að laga ver­káætl­un og efn­is­val að viðskipta­áætl­un verk­tak­ans, er ekki mikið eft­ir til að „hanna“. Kannski velja lit­inn á sval­irn­ar. Sam­hliða er það viðhorf margra verk­taka að arki­tekt­ar séu egó­ist­ar sem skapi dýra list á þeirra kostnað.“

Sam­bæri­leg vanda­mál
Er lausn í sjón­máli?

„Ég hef mikið starfað í Banda­ríkj­un­um að und­an­förnu og þar standa arki­tekt­ar frammi fyr­ir sam­bæri­leg­um vanda­mál­um vegna reglu­verks­ins. Valið stend­ur á milli þess að byggja hús fyr­ir eina fjöl­skyldu í út­hverfi eða hús sem er sex hæðir eða hærra en allt annað á milli er nær úti­lokað að byggja. Því hafa verið byggð mörg há­hýsi með 200 íbúðum en nær eng­ar bygg­ing­ar í millistærð.

Ég hef starfað með nokkr­um af þeim af­skap­lega færu hönnuðum borg­ar­skipu­lags sem stofnuðu hreyf­ing­una Congress For the New Ur­ban­ism (CNU) á 10. ára­tugn­um til að stuðla að úr­bót­um í út­hverf­un­um. Eitt af því sem þau beittu sér helst fyr­ir var upp­bygg­ing húsa sem á ensku nefn­ast Missing middle hous­ing en það eru bygg­ing­ar fyr­ir marg­ar fjöl­skyld­ur. Það er margt líkt með þeim hús­um og því sem við sjá­um til dæm­is í Hlíðunum, Vest­ur­bæn­um, Þing­holt­un­um og víðar. Þess­ar bygg­ing­ar bjóða upp á hóf­leg­an þétt­leika og skapa fal­lega götu­mynd en um leið er tryggt að sér­hver íbúð fái næga dags­birtu og loftræst­ingu.

Slík­ar íbúðir eru hag­kvæm­ari í bygg­ingu með því að lág­marka sam­eig­in­leg rými, ganga og lyft­ur. Slík byggð er held­ur ekki svo þétt að hún skapi vanda­mál vegna bíla­stæða. Stór­hýsi leiða af sér stór bíla­stæði, eða dýr bíla­stæðahús í kjall­ara, en þegar byggðin er með meðalþétt­leika er hægt að leggja bíl­um við göt­urn­ar eða á milli hús­anna svo að lítið fari fyr­ir þeim. Þannig er hægt að skapa betri fram­hliðar og vina­leg rými milli gang­stétt­ar og bygg­ing­ar, milli al­manna­rým­is og einka­rým­is.

Nán­ar er rætt við Rafa­el í Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins.

Heimild: Mbl.is