Home Fréttir Í fréttum Fær leyfi til að rífa bústaði

Fær leyfi til að rífa bústaði

29
0
Orkuveitan hefur fengið leyfi til að rífa fjóra bústaði. mbl.is/Árni Sæberg

Orku­veita Reykja­vík­ur hef­ur fengið leyfi til að rífa fjóra sum­ar­bú­staði við Elliðavatns­blett. Alls hafa eig­end­ur 12 bú­staða við Elliðavatn af­salað Orku­veit­unni eign­um sín­um til niðurrifs.

<>

Fjór­ir bú­staðir hafa þegar verið fjar­lægðir, ým­ist með niðurrifi eða vegna elds­voða. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Orku­veit­unni mun niðurrif bú­staðanna ekki hefjast fyrr en skýrsla frá Borg­ar­sögu­safni ligg­ur fyr­ir, þar sem vernd­ar­gildi sum­ar­hús­anna er metið. Sú skýrsla ráði fram­hald­inu með aðra bú­staði á svæðinu.

Deil­ur um sum­ar­bú­staði við Elliðavatn og Hellu­vatn hafa verið lang­vinn­ar og komið til kasta dóm­stóla. Bú­staðirn­ir eru á leigu­lóðum á landi í eigu Orku­veitu Reykja­vík­ur og fyr­ir­tækið hef­ur ákveðið að end­ur­nýja ekki þá samn­inga frek­ar.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í gær.

Heimild: Ruv.is