Orkuveita Reykjavíkur hefur fengið leyfi til að rífa fjóra sumarbústaði við Elliðavatnsblett. Alls hafa eigendur 12 bústaða við Elliðavatn afsalað Orkuveitunni eignum sínum til niðurrifs.
Fjórir bústaðir hafa þegar verið fjarlægðir, ýmist með niðurrifi eða vegna eldsvoða. Samkvæmt upplýsingum frá Orkuveitunni mun niðurrif bústaðanna ekki hefjast fyrr en skýrsla frá Borgarsögusafni liggur fyrir, þar sem verndargildi sumarhúsanna er metið. Sú skýrsla ráði framhaldinu með aðra bústaði á svæðinu.
Deilur um sumarbústaði við Elliðavatn og Helluvatn hafa verið langvinnar og komið til kasta dómstóla. Bústaðirnir eru á leigulóðum á landi í eigu Orkuveitu Reykjavíkur og fyrirtækið hefur ákveðið að endurnýja ekki þá samninga frekar.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í gær.
Heimild: Ruv.is