Home Fréttir Í fréttum Tesla flytur í Hellnahverfið í Hafnarfirði

Tesla flytur í Hellnahverfið í Hafnarfirði

54
0
Borgahella 6 Fjórar lóðir voru sameinaðar í eina lóð fyrir höfuðstöðvar Tesla á Íslandi. Teikningar/Kjartan Rafnsson

Fram­kvæmd­ir eru að hefjast við nýj­ar höfuðstöðvar Tesla á Íslandi. Þær munu rísa á tæp­lega 16 þúsund fer­metra lóð í Borga­hellu 6 í Hafnar­f­irði.

<>

Fé­lagið Bæj­ar­byggð, dótt­ur­fé­lag Eigna­byggðar, mun reisa höfuðstöðvarn­ar sem verða stál­grind­ar­hús með steypt­um kjarna. Leigu­samn­ing­ur var und­ir­ritaður fyr­ir jól og er áformað að af­henda húsið öðrum hvor­um meg­in við ára­mót 2026/​27.

Brynj­ólf­ur Þorkell Brynj­ólfs­son, stjórn­ar­maður hjá Bæj­ar­byggð, seg­ir Tesla á Íslandi hafa skoðað aðrar staðsetn­ing­ar á höfuðborg­ar­svæðinu fyr­ir nýj­ar höfuðstöðvar. Niðurstaðan hafi orðið sú að lóðin í Borga­hellu hentaði best en Bæj­ar­byggð hafi getað boðið upp á stóra lóð með mikla mögu­leika með því að sam­eina fjór­ar lóðir í eina. Á teikn­ing­un­um hér fyr­ir ofan má sjá hvernig lóðin verður út­færð.

Nán­ar má lesa um málið í Morg­un­blaðinu í gær, laug­ar­dag.

Heimild: Mbl.is