Home Fréttir Í fréttum 184 milljóna hagnaður

184 milljóna hagnaður

119
0
Ljósmynd: Aðsend mynd

Velta Köfunarþjónustunnar nam nærri 900 milljónum króna á síðasta ári, en var 920 milljónir árið áður.

<>

Köfunarþjónustan hagnaðist um 184 milljónir króna á síðasta ári samanborið við 198 milljóna króna hagnað árið áður. Velta félagsins nam nærri 900 milljónum króna, en var 920 milljónir árið áður.

Köfunarþjónustan er rótgróið fyrirtæki á sviði köfunar og hefur áralanga reynslu í ýmiss konar viðhalds- og viðgerðarþjónustu við hafnir.

Má þar nefna viðgerðir á bryggjuþiljum, uppsetningu flotbryggja og viðhald þeirra, ásamt því að sinna öllum almennum köfunarverkefnum.

Mynd: Skjáskot af Vb.is

Félagið á rætur að rekja til ársins 1998 þegar Köfunarþjónustan Árna Kópssonar var stofnuð. Árið 2007 var félagið stækkað og varð Köfunarþjónustan ehf. til.

Eigið fé félagsins í árslok nam 751 milljón króna samanborið við 568 milljónir árið áður. Stjórn félagsins leggur til að greiða 75 milljónir króna í arð til hluthafa á árinu 2024 vegna ársins 2023.

Mynd: Skjáskot af Vb.is

Hlér ehf. á 73,04% hlut í fyrirtækinu. Í gegnum Hlé á Guðmundur Ásgeirsson 29,22% hlut í Köfunarþjónustunni.

Árni Kópsson, stofnandi fyrirtækisins, á 11,52% hlut. Þá á Einar Kári Björgvinsson, deildarstjóri köfunardeildar, 9,89% hlut.

Heimild: Vb.is