Home Fréttir Í fréttum Áætla að tíu þúsund íbúðir standi tómar á Íslandi

Áætla að tíu þúsund íbúðir standi tómar á Íslandi

48
0
Á byggingarmarkaði hafa yfir 3.400 nýbyggðar íbúðir verið teknar í notkun á þessu ári á landinu öllu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Um tíu þúsund íbúðir á land­inu standa tóm­ar, sam­kvæmt var­færnu mati Hús­næðis- og mann­virkja­stofn­un­ar, en það gera um 6,5% allra full­bú­inna íbúða. Þar af eru um 2.500 í Reykja­vík eða því sem nem­ur 4,5% allra full­bú­inna íbúða í borg­inni.

<>

Hlut­fall tómra íbúða er á bil­inu 15 til 20% í Múlaþingi, Skagaf­irði, Ísaf­irði og Borg­ar­byggð, og á Ak­ur­eyri liðlega 10%.

Hlut­fall tómra íbúða er hærra á lands­byggðinni en á höfuðborg­ar­svæðinu. Þá er það al­mennt lágt á suðvest­ur­horni lands­ins ef Grinda­vík er ekki tek­in með í reikn­ing­inn. Þá er hlut­fall tómra íbúða í Reykja­nes­bæ und­ir hálfu pró­senti, sem er lægsta hlut­fallið á land­inu. Þá er á eft­ir koma Mos­fells­bær (1%), Hafn­ar­fjörður (2%) og Kópa­vog­ur (3%).

Þetta kem­ur fram í mánaðar­skýrslu HMS. Stofn­un­in bygg­ir fram­an­greint mat sitt á upp­lýs­ing­um úr fast­eigna­skrá, ásamt lög­heim­il­is­skrán­ing­um frá Þjóðskrá og upp­lýs­ing­um um virka leigu­samn­inga í Leigu­skrá.

Þetta er í fyrsta skiptið sem HMS áætl­ar fjölda tómra íbúða með þess­um hætti. Því ber að taka töl­un­um með fyr­ir­vara, þar sem þær geta breyst með bættri skrán­ingu íbúða eða breytt­um taln­ing­araðferðum.

Mynd: HMS

Aldrei verið fleiri íbúðir til sölu

Velt­an á fast­eigna­markaði hef­ur verið tölu­verð miðað við vetr­ar­tím­ann. Fram­boð íbúða til sölu hef­ur þó auk­ist hratt und­an­farna mánuði og hafa íbúðir til sölu á höfuðborg­ar­svæðinu aldrei verið fleiri frá upp­hafi mæl­inga, eða ríf­lega 2.500.

Minna hef­ur verið um sölu og kaup íbúða í ná­grenni höfuðborg­ar­svæðis­ins eft­ir því sem Grinda­víkurá­hrif­in hafa fjarað út.

Dreg­ur úr eft­ir­spurn

Þá hef­ur miðgildi leigu­verðs hækkað um 13% um­fram annað verðlag milli nóv­em­ber­mánaða 2024 og 2023. Verð lít­illa leigu­íbúða spann­ar stærra bil en áður sem
er í sam­ræmi við breikk­andi bil á milli markaðsleigu og íbúða sem eru ekki rekn­ar á
hagnaðarfor­send­um.

Þá virðist draga úr eft­ir­spurn á leigu­markaði sam­kvæmt töl­um frá vefn­um Myigloo.is. Þar hef­ur virk­um leit­end­um á hvern samn­ing fækkað.

Á lána­markaði voru úti­stand­andi íbúðalán heim­il­anna 7% meiri í lok októ­ber en á sama
tíma í fyrra. Þetta jafn­gild­ir um 1,8% aukn­ing heild­ar­út­lána eft­ir að tekið er til­lit til
verðbólgu.

Luku fram­kvæmd­um fyrr en áætlað var

Ríf­lega 3.400 ný­byggðar íbúðir hafa verið tekn­ar í notk­un á þessu ári sem er meira en HMS hafði spáð í sept­em­bertaln­ingu sinni. Virðast verk­tak­ar hafa lagt aukna áherslu á að ljúka fram­kvæmd­um sem voru hafn­ar í stað þess að hefja nýj­ar.

Heimild: Mbl.is