Home Fréttir Í fréttum Borgin fundar með eigendum

Borgin fundar með eigendum

78
0
Íbúar fjölbýlishússins horfa nú beint á grænan álklæddan vegg sem skyggir á bæði útsýni og birtu. Byggingin er í samræmi við skilmála. Morgunblaðið/Karítas

Borg­ar­yf­ir­völd hyggj­ast funda með eig­end­um vöru­húss sem var reist að Álfa­bakka 2 við hlið fjöl­býl­is­húss og hef­ur vakið mikla úlfúð. Eig­end­ur voru í full­um rétti og borg­in hyggst ræða við þá um hvort ein­hverj­ar leiðir séu fær­ar til þess að lág­marka áhrif á nær­liggj­andi byggð.

<>

Þetta seg­ir Ólöf Örvars­dótt­ir, sviðsstjóri um­hverf­is- og skipu­lags­sviðs Reykja­vík­ur­borg­ar, í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Viðstadd­ir fund­inn verða, auk Ólaf­ar, full­trú­ar eig­end­anna, hönnuður vöru­húss­ins, skipu­lags­full­trúi, full­trúi borg­ar­lög­manns og full­trúi frá at­vinnu­skrif­stof­unni. Eig­end­ur vöru­húss­ins eru fé­lög­in Eigna­byggð og Klett­ás sem hvort um sig á 50% hlut í fé­lag­inu Álfa­bakka 2 ehf.

„[Við ætl­um] aðeins að setj­ast yfir þetta með þeim, hvort það séu ein­hverj­ir flet­ir á því að breyta þessu og lág­marka þessi áhrif. Auðvitað eru þeir með sín­ar heim­ild­ir í skipu­lagi og upp­fylla þeir öll ákvæði bygg­ing­ar­reglu­gerðar. Þannig að þetta er í fyrsta lagi bara að taka þetta sam­tal, horfa á þetta sam­an og sjá hvaða leiðir eru fær­ar til að lág­marka nei­kvæð áhrif á nær­liggj­andi byggð,“ seg­ir hún.

Ólöf seg­ir skipu­lags­skil­mála vera rúma á lóðinni og að all­ir skil­mál­ar hafi verið upp­fyllt­ir.

„En það er ákveðið metnaðarleysi í hönn­un húss­ins. Það er bara þannig. Engu að síður upp­fyll­ir það skipu­lags­skil­mála, sem voru nokkuð rúm­ir í þessu til­viki,“ seg­ir hún og nefn­ir að það hefði meðal ann­ars mátt huga bet­ur að hlið húss­ins sem snýr að fjöl­býl­is­hús­inu við hliðina.

Lesa má nán­ar um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is