Home Fréttir Í fréttum Íbúðarhús rísi nálægt Miklubraut

Íbúðarhús rísi nálægt Miklubraut

57
0
Nú eru þarna gervigrasvöllur og nokkrir grasvellir sem eru mikið notaðir á sumrin, ekki síst fyrir knattspyrnumót þeirra yngstu. Morgunblaðið/sisi

Reykja­vík­ur­borg hef­ur kynnt áform um nýja íbúðabyggð við Safa­mýri, í ná­grenni Miklu­braut­ar.

<>

Í dag­legu tali hef­ur reit­ur­inn verið kallaður Fram­svæðið en Vík­ing­ur tók yfir íþrótt­a­starf­sem­ina þar þegar Fram­ar­ar fluttu í Úlfarsár­dal.

Svæðið er alls 3,8 hekt­ar­ar að stærð. Gert ráð fyr­ir að um þriðjung­ur þess fari und­ir nýja íbúðabyggð. Reiknað með á bil­inu 75 til 150 íbúðum á um­ræddri lóð.

Ein­hver bið verður á því að fram­kvæmd­ir geti haf­ist á svæðinu því Vega­gerðin bend­ir á í um­sögn að þær geti ekki haf­ist fyrr en búið verður að byggja göng und­ir Miklu­braut­ina. Ein af lyk­il­for­send­um fyr­ir fram­kvæmd­um við Miklu­braut­ar­göng sé að reit­ur­inn í heild sé aðgengi­leg­ur sem at­hafna­svæði verk­taka.

Þá bend­ir Vega­gerðin enn frem­ur á að gera þarf ráð fyr­ir að þjón­ustu­göng niður á Miklu­braut­ar­göng teng­ist við reit­inn.

Heimaræktuð mat­væli

Deili­skipu­lags­lýs­ing var kynnt í sum­ar og óskað eft­ir at­huga­semd­um. Þar kem­ur fram að Reykja­vík­ur­borg áform­ar að efna til hug­mynda­leit­ar eða sam­keppni sem fel­ur í sér að deili­skipu­leggja reit­inn með sér­legri áherslu á vist­væna íbúðabyggð fyr­ir bíl­laus­an lífs­stíl og grænt úti­vist­ar- og leik­svæði fyr­ir hverfið.

Hanna skal og byggja vist­væna íbúðabyggð sam­kvæmt nýj­ustu fag­legri þekk­ingu á vist­væn­um bygg­ing­araðferðum og bygg­ing­ar­efn­um, fyr­ir íbúa sem vilja til­einka sér vist­væn­an lífs­stíl að meira marki en áður hef­ur tíðkast. Byggt verði á hringrás­ar­hag­kerfi, vist­væn­um sam­göngu­mát­um, heimarækt­un mat­væla og sam­fé­lagi íbúa.

Hér má sjá reit­inn sem verður skipu­lagður. Íbúðar­hús­in eiga að rísa vest­ast á reitn­um, ná­lægt hús­un­um við Álfta­mýri. Mynd/​reykja­vik.is

Fram kem­ur í skipu­lags­lýs­ing­unni að lóðin er að stærst­um hluta fyrr­ver­andi fót­bolta­vell­ir Fram, nú Vík­ings. Nyrst á lóðinni, að götu, er íþróttamiðstöð Fram, nú Vík­ings. Lóðamörk til vest­urs liggja að Álfta­mýri og til norðurs að lóð Álfta­mýr­ar­skóla. Til aust­urs liggja mörk lóðar­inn­ar að lóð Fé­lags­miðstöðvar­inn­ar Tóna­bæj­ar og til suðurs að borg­ar­landi við Miklu­braut.

Sam­kvæmt gild­andi aðal­skipu­lagi verður íbúðabyggðin vest­ast á svæðinu, næst Álfta­mýri. Aust­ari hlut­inn verður opið grænt svæði.

Fram kem­ur í um­sögn íþrótta­stjóra Vík­ings að sum­arið 2024 fóru 94 keppn­is­leik­ir í fót­bolta fram á Vík­ings­velli í Safa­mýri, fles­ir á gervi­gras­inu. Þá gegni gras­svæðið mik­il­vægu hlut­verki fyr­ir æf­ing­ar yngri iðkenda.

Lesa má nán­ar um málið í Morg­un­blaðinu í dag

Heimild: Mbl.is