Home Fréttir Í fréttum Góð arð­semi byggingar­geirans

Góð arð­semi byggingar­geirans

110
0
Arðsemi eigin fjár byggingarstarfsemi og mannvirkjagerðar dróst saman milli ára, fór úr 23,8% árið 2022 í 19,8% árið 2023. Ljósmynd: Haraldur Guðjónsson

Viðskiptablaðið hefur tekið saman sjö atvinnugreinar og borið saman hvernig greinunum gekk á árinu 2023, samanborið við árin á undan.

<>

Hagstofa Íslands birti á dögunum gögn um hvernig viðskiptahagkerfinu vegnaði á síðasta ári. Gögnin byggja á rekstrar- og efnahagsyfirliti sem unnið var upp úr skattframtölum rekstraraðila.

Þar koma fram hvernig hinar ýmsu stærðir litu út hjá mismunandi atvinnugreinum og hver heildarstærð viðskiptahagkerfisins var.

Viðskiptablaðið hefur tekið saman sjö atvinnugreinar og borið saman hvernig greinunum gekk á árinu, samanborið við árin á undan. Greinarnar eru ferðaþjónusta, tækni- og hugverkaiðnaður, byggingargeirinn, stóriðjan, sjávarútvegur, smásala og fasteignaviðskipti. Þar að auki er fluggeirinn skoðaður, sem er undir ferðaþjónustu.

Af þeim sjö greinum sem fjallað er um í þessari úttekt var byggingargeirinn sá arðbærasti á síðasta ári. Arðsemi eigin fjár byggingarstarfsemi og mannvirkjagerðar dróst saman milli ára, fór úr 23,8% árið 2022 í 19,8% árið 2023.

Arðsemi eigin fjár byggingarstarfsemi og mannvirkjagerðar dróst saman milli ára, fór úr 23,8% árið 2022 í 19,8% árið 2023.
© vb.is (vb.is)

Þess má geta að arðsemi eigin fjár geirans nam 26,3% árið 2021. Samanlagður hagnaður greinarinnar jókst lítillega á milli ára, nam 64 milljörðum króna.

Ágætis gangur var á fasteignamarkaðnum árið 2023, þó að nokkuð hafi dregið úr fluginu frá því sem mest var árið 2021. Arðsemi eigin fjár í fasteignaviðskiptum var 10% á síðasta ári samanborið við 11,4% árið áður. Arðsemin var í hæstu hæðum árið 2021, upp á 19,1%, en til samanburðar var arðsemin á bilinu 7-8% á árunum 2019-2020.

Heimild: Vb.is