Vegagerðin býður hér með út nýbyggingu Vestfjarðavegar á um 7,2 km kafla og um 0,8 km kafla á Dynjandavegi. Vegurinn er að mestu leyti byggður í nýju vegstæði. Innfalið er gerð keðjunarplans og áningarstaðs.
| 
 Bergskering í vegsvæði 
 | 
 195.600 m3 
 | 
| 
 Bergskering í námu 
 | 
 4.000 m3 
 | 
| 
 Fyllingar úr skeringum 
 | 
 362.200 m3 
 | 
| 
 Fláafleygar úr skeringum 
 | 
 142.300 m3 
 | 
| 
 Ræsalögn 
 | 
 1.100 m 
 | 
| 
 Stálplöturæsi 
 | 
 32,5 m 
 | 
| 
 Styrktarlag 
 | 
 36.900 m3 
 | 
| 
 Burðarlag 
 | 
 15.600 m3 
 | 
| 
 Klæðing 
 | 
 73.900 m2 
 | 
| 
 Bitavegrið 
 | 
 3.000 m 
 | 
Verkinu skal að fullu lokið 30. september 2026.
Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu TendSign frá og með mánudeginum 16. desember 2024 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 28. janúar 2025.
Ekki verða haldnir sérstakir opnunarfundir en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda í útboðinu og verðtilboð.
Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu.
		
	











