Leigufélag aldraðra og Brák íbúðafélag hafa náð saman um að Brák kaupi öll þrjú fjölbýlishús Leigufélags aldraðra. Alls eru um 80 íbúðir í húsunum, við Dalbraut á Akranesi og Vatnsholt í Reykjavík.
Samhliða kaupunum yfirtekur Brák alla leigusamninga Leigufélags aldraðra og hafa kaupin því ekki áhrif á leigjendur. Þetta kemur fram í sameiginlegri tilkynningu félaganna.
Leigufélagið Brák var stofnað árið 2022. Að því stendur 31 sveitarfélag. Félagið á um hundrað íbúðir víðs vegar um landið og er með 110 íbúðir í byggingu sem verða teknar í notkun á næsta ári.
Heimild: Ruv.is