Home Fréttir Í fréttum „Þessar miklu sveiflur sem eru í geiranum eru aldrei til góða“

„Þessar miklu sveiflur sem eru í geiranum eru aldrei til góða“

237
0
Björn Ingi Victorsson, forstjóri Steypustöðvarinnar. Ljósmynd: Gígja Einars

Steypustöðin er sem fyrr stærsta félagið á steypustöðvamarkaðnum hér á landi.

<>

Líkt og undanfarin ár var Steypustöðin stærsta fyrirtækið í rekstri steypustöðva hér á landi í fyrra sé horft til tekna. Tekjur félagsins námu 13,7 milljörðum króna árið 2023, samanborið við 12,8 milljarða árið 2022.

Velta Steypustöðvarinnar var 43% hærri en velta næststærsta félagsins á steypustöðvamarkaði, BM Vallár. Hagnaður BM Vallár var aftur á móti 34% hærri en hjá Steypustöðinni og nam 963 milljónum en hagnaður Steypustöðvarinnar nam 720 milljónum

Skjáskot af Vb.is

Heildartekjur Steypustöðvarinnar voru tæplega helmingurinn af heildartekjum tíu stærstu fyrirtækjanna í geiranum.

Björn Ingi Victorsson, forstjóri Steypustöðvarinnar, kveðst mjög ánægður með hvernig rekstur félagsins gekk á síðasta ári, ekki síst í ljósi þess hve krefjandi ytra starfsumhverfið var. „Viðskipavinir Steypustöðvarinnar eru eingöngu bygginga- og jarðvinnuverktakar og því hefur staðan á þeim markaði mikil áhrif á rekstur okkar.

Staðan á þessum markaði er erfið nú um stundir vegna þeirrar vaxtastefnu sem er keyrð í dag. Atvinnugreinin er gífurlega mannafls- og tækjafrek og þessar miklu sveiflur sem eru í geiranum eru aldrei til góða.“

Nánar er fjallað um steypustöðvar í bók Frjálsrar verslunar, 500 stærstu, sem var að koma út. Hægt er að festa kaup á bókinni hér.

Heimild: Vb.is