Home Fréttir Í fréttum Ný brú verður byggð við Goðafoss

Ný brú verður byggð við Goðafoss

78
0
Nýja brúin Verður tvíbreið bogabrú, 84 metra löng og 10 metra breið. Lengd bogans yfir gljúfrið verður 52 metrar. Tölvumynd/Vegagerðin

Fyr­ir­hugað er að byggja nýja 84 metra langa og tví­breiða brú yfir Skjálf­andafljót á Hring­vegi við Foss­hól.

<>

Brú­in er í grennd við Goðafoss, sem er afar fjöl­sótt­ur ferðamannastaður. Á sein­ustu árum hafa verið gerð bíla­stæði báðum meg­in Skjálf­andafljóts og lagðir mal­bikaðir göngu­stíg­ar frá þeim að ör­ugg­um út­sýn­is­stöðum þar sem hægt er að njóta þess að upp­lifa Goðafoss.

Nú­ver­andi brú er ein­breið og upp­fyll­ir ekki ör­yggis­kröf­ur Vega­gerðar­inn­ar. Hún var byggð árið 1972 og er 58 metra löng stál­bita­brú með steyptu gólfi.

Hún leysti af hólmi enn eldri brú sem byggð var 1930 og er í dag notuð sem göngu- og reiðbrú. Und­ir henni má sjá stöpla brú­ar sem byggð var 1883.

Íbúar Þing­eyj­ar­sveit­ar hafa lýst áhyggj­um yfir því að tvær aðal­brýrn­ar yfir Skjálf­andafljót séu gaml­ar og ein­breiðar. Telja þeir mikið ör­yggis­atriði fyr­ir svæðið að nýj­ar og traust­ari brýr verði reist­ar. Ný brú yfir Skjálf­andafljót í Köldukinn er í mats­ferli.

Fer ekki í um­hverf­is­mat

Verk­efnið „Hring­veg­ur (1) – Ný brú á Skjálf­andafljót hjá Foss­hóli“ var kynnt í skipu­lags­gátt og er at­huga­semda­fresti ný­lokið. Alls bár­ust níu at­huga­semd­ir og var það niðurstaða þeirra stofn­ana sem sendu inn at­huga­semd­ir að fram­kvæmd­in þyrfti ekki að fara í um­hverf­is­mat.

Nátt­úru­fræðistofn­un seg­ir t.d. að hún hafi kynnt sér gögn um fram­kvæmd­ina og tel­ur að ekki sé ástæða til að fram­kvæmd­in fari í mat á um­hverf­isáhrif­um. Vegi þar þyngst að fram­kvæmd­in kalli ekki á nýtt veg­stæði, held­ur fylgi nýr veg­ur nú­ver­andi vegi að mestu leyti. Fram­kvæmd­inni fylgi nokk­urt rask en það verði að öllu leyti í næsta ná­grenni nú­ver­andi veg­stæðis.

Gömlu brýrn­ar. Nær á mynd­inni er brú­in sem byggð var 1930. Fyr­ir aft­an hana er brú­in sem tek­in var í notk­un 1972 og stenst ekki leng­ur kröf­ur. Morg­un­blðið/​Sig­urður Bogi

Sam­kvæmt kynn­ing­ar­skýrslu Vega­gerðar­inn­ar verður hin nýja brú reist við hlið nú­ver­andi brú­ar, eða um 35 metr­um neðan henn­ar þar sem áin fell­ur í gljúf­ur. Að auki verði lagðir veg­ir sem tengja nýja brú við nú­ver­andi vega­kerfi. Nýr og end­ur­byggður veg­ur og brú verða sam­tals um 1,5 km löng.

Ný brú verður tengd nú­ver­andi vega­kerfi með um 0,8 km löng­um vegi vest­an Skjálf­andafljóts og um 0,6 km löng­um vegi aust­an fljóts­ins. Í tengsl­um við fram­kvæmd­ina þarf að laga teng­ingu að end­ur­varps­stöð, leggja nýja teng­ingu að bíla­stæði við Goðafoss að vest­an­verðu, leggja nýja teng­ingu að Bárðar­dals­vegi eystri (844) og nýja teng­ingu að Fljóts­bakka­vegi (8731).

Heild­ar­kostnaður við bygg­ingu brú­ar yfir Skjálf­andafljót, ásamt veg­teng­ing­um, er áætlaður 1.200 millj­ón­ir kr.

Heimild: Mbl.is