Home Fréttir Í fréttum Stóraukin velta Ístaks

Stóraukin velta Ístaks

155
0
Velta Ístaks jókst um meira en 30% á milli áranna 2022 og 2023, nam 27,2 milljörðum króna. Ljósmynd: Aðsend mynd

Aukin umsvif Ístaks höfðu í för með sér að fjöldi ársverka félagsins fór úr 349 í 507 milli ára, og jukust laun og launatengd gjöld úr tæplega 5,2 milljörðum í hátt í 6,6 milljarða.

<>

Sex félög í byggingarstarfsemi voru með tekjur umfram tíu milljarða króna í fyrra.

Þar af var Ístak með langmestu veltuna, sem jókst um meira en 30% milli ára og nam 27,2 milljörðum króna. Hagnaðist félagið um 537 milljónir króna samanborið við 109 milljóna króna tap árið áður.

Aukin umsvif höfðu í för með sér að fjöldi ársverka Ístaks fór úr 349 í 507 milli ára, og jukust laun og launatengd gjöld úr tæplega 5,2 milljörðum í hátt í 6,6 milljarða.

Karl Andreassen, forstjóri Ístaks.
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Karl Andreassen, forstjóri Ístaks, segir að rekstrarárið 2023 til 2024 líti vel út. Félagið starfi á sveiflukenndum markaði.

„Helstu áskoranir okkar eru t.d. lítill fyrirsjáanleiki með stærri verkframkvæmdir á útboðsmarkaði og mjög sveiflukenndur markaður. Fjárfestingar og önnur uppbygging er í takt við veltuaukningu og því ekki auðvelt að setja það fram í áætlunum.“

Skjáskot af Vb.is

Á eftir Ístaki kemur Eykt sem velti tæplega 15,2 milljörðum króna og hagnaðist um 352 milljónir.

Stærstu verkefni Eykt á árinu 2023 voru m.a. uppsteypa við nýtt þjóðarsjúkrahús við Hringbraut í Reykjavík, uppbygging á skrifstofuhúsnæði við Dalveg 30 og uppbygging íbúða í Gufunesi og Grafarholti.

Íslenskir aðalverktakar veltu 13,8 milljörðum króna í fyrra, en veltan dróst saman frá 16,5 millörðum árið áður. Þá tapaði félagið rúmlega hálfum milljarði króna.

Í skýrslu stjórnar segir að stjórnendur vinni að því að bæta rekstur félagsins með auknu utanumhaldi verkefna, uppbyggingu innviða og öðrum hagræðingaraðgerðum. Stærstu verkefni félagsins á árinu voru íbúða- og skrifstofubyggingar ásamt vegagerðarverkefnum.

Nánar er fjallað um byggingarstarfsemi í bók Frjálsrar verslunar, 500 stærstu, sem var að koma út. Hægt er að festa kaup á bókinni hér.

Heimild: Vb.is