Þessa dagana er unnið er að uppsetningu festinga fyrir utanhússklæðningu og við innanhússfrágang. Styttist því í að klæðningin sjálf fari að sjást og mun húsið þá breyta um svip.
„Áfram er unnið að innanhússfrágangi, það er rafmagni, loftræsingu og pípulögnum. Verktaki vinnur við fyllingar og lagnir austan við húsið, í götu sem mun fá nafnið Hvannargata. Stefnt er að lokum byggingar hússins á vordögum,“ segir Sigurjón Sigurjónsson staðarverkfræðingur hjá NLSH.
Heimild: NLSH.is