Home Fréttir Í fréttum Myndir: Vöruhús hindrar útsýni íbúa

Myndir: Vöruhús hindrar útsýni íbúa

94
0
Vöruhúsið stendur við hlið íbúðabyggðar. Ljósmynd/Aðsend

Eins og mynd­ir sýna er út­sýni íbúa við Álfa­bakka 2 held­ur dap­ur­legt eft­ir að borg­ar­yf­ir­völd breyttu skipu­lagi lóðar­inn­ar og reistu 11.000 fer­metra iðnaðar­hús und­ir kjötvinnslu, meðal ann­ars, við hlið íbúðarbyggðar.

<>

Morg­un­blaðið greindi frá mál­inu í dag en það á sér nokk­urn aðdrag­anda. Árið 2015 var unn­in til­laga að íbúðar­hús­næði á lóðinni en síðan var skipu­lagi breytt þannig að ráð var gert­fyr­ir fjór­um aðskild­um lóðum und­ir versl­un og þjón­ustu.

Á síðasta ári vari skipu­lagi lóðanna breytt og þær sam­einaðar í eina lóð þar sem gert er ráð fyr­ir kjötvinnslu, vöru­húsi og skrif­stofu­hús­næði.

„Íbúum brá í brún þegar þeir sáu húsið rísa og við erum að kanna rétt­ar­stöðu okk­ar. Þetta er mjög óheppi­legt og ekki í anda þess sem borg­in hef­ur boðað á öll­um viðburðum um grænt plan, sjálf­bærni og heil­brigða inni­vist,“ sagði Bjarni Þór Þórólfs­son fram­kvæmda­stjóri Bú­seta í sam­tali við Morg­un­blaðið í dag.

Ljós­mynd/​Aðsend
Ljós­mynd/​Aðsend
Ljós­mynd/​Aðsend
Ljós­mynd/​Aðsend
Mynd sýn­ir lóðina og út­sýni áður en vöru­húsið var reist. Ljós­mynd/​Aðsend

Íbúi í grennd við vöru­húsið gaf góðfús­legt leyfi til þess að birta meðfylgj­andi mynd­ir.

Heimild: Mbl.is