Lagning nýrrar vatnsveitu á Flúðum og framkvæmdir við byggingu nýrrar sundlaugar þar í þorpi. Þetta eru stóru fjárfestingarnar sem fram undan eru í Hrunamannahreppi á allra næstu árum, samkvæmt þeirri fjárhagsáætlun sveitarfélagsins sem nú hefur verið samþykkt. Heildartekjur á næsta ári verða 1,9 ma. kr. og þar af koma 415 millj. frá jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Fjárfestingar Hrunamannahrepps á næsta ári verða 323 millj. kr. Stærsti liðurinn þar er standsetning á byggingu þeirri á Flúðum sem sveitarfélagið keypti í fyrra og verður nú leigð fyrir heilsugæslustöð. Sú verður, ef allt gengur upp, opnuð í ágúst á næsta ári. Þá stendur til að flytja skrifstofur sveitarfélagsins og bókasafn í Félagsheimili Hrunamanna.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í gær.
Heimild: Mbl.is