Home Fréttir Í fréttum Mikið verður fjárfest á Flúðum

Mikið verður fjárfest á Flúðum

89
0
Byggðin blómstrar og íbúum á svæðinu fjölgar jafnt og þétt. mbl.is/Sigurður Bogi

Lagn­ing nýrr­ar vatns­veitu á Flúðum og fram­kvæmd­ir við bygg­ingu nýrr­ar sund­laug­ar þar í þorpi. Þetta eru stóru fjár­fest­ing­arn­ar sem fram und­an eru í Hruna­manna­hreppi á allra næstu árum, sam­kvæmt þeirri fjár­hags­áætl­un sveit­ar­fé­lags­ins sem nú hef­ur verið samþykkt. Heild­ar­tekj­ur á næsta ári verða 1,9 ma. kr. og þar af koma 415 millj. frá jöfn­un­ar­sjóði sveit­ar­fé­laga.

<>

Fjár­fest­ing­ar Hruna­manna­hrepps á næsta ári verða 323 millj. kr. Stærsti liður­inn þar er stand­setn­ing á bygg­ingu þeirri á Flúðum sem sveit­ar­fé­lagið keypti í fyrra og verður nú leigð fyr­ir heilsu­gæslu­stöð. Sú verður, ef allt geng­ur upp, opnuð í ág­úst á næsta ári. Þá stend­ur til að flytja skrif­stof­ur sveit­ar­fé­lags­ins og bóka­safn í Fé­lags­heim­ili Hruna­manna.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í gær.

Heimild: Mbl.is