Home Fréttir Í fréttum Baðlón og hótel við Skansinn – Íbúafundur 11. desember

Baðlón og hótel við Skansinn – Íbúafundur 11. desember

63
0

Bæjarstjórn Vestmannaeyjabæjar samþykkti þann 6. Nóvember 2024 að kynna á vinnslustigi tillögu að breyttu aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035

<>

Ásamt umhverfisskýrslu og tillögu að nýju deiliskipulagi við Skans og Skanshöfða vegna áforma um uppbyggingu baðlóns og hótels.

Gert er ráð fyrir allt að 1.500 m2 baðlóni ásamt 2.300 m2 þjónustubyggingu með veitingastað fyrir allt að 50 gesti. Einnig er gert ráð fyrir allt að 90 herbergja hóteli á 4 hæðum sem snýr að Klettsvík í hlíðum Skanshöfða. Gert er ráð fyrir að lónið verði hitað með varmadælum sem nýta jarðsjó.

Íbúafundur verður haldinn 11. desember 2024 klukkan 17:30 í Ráðhúsi Vestmannaeyja.

Skipulagsgögn verða til sýnis í Ráðhúsi Vestmannaeyjabæjar, á skipulagvefsjá sveitarfélagsins og á Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar.

Umsögnum við tillöguna þarf að skila skriflega eigi síðar en 19. desember 2024 í afgreiðslu Ráðhúss eða í gegnum Skipulagsgátt.

Heimild: Tigull.is