Home Fréttir Í fréttum Eig­endur Secret Lagoon kaupa Litlatún 1 af Skel

Eig­endur Secret Lagoon kaupa Litlatún 1 af Skel

108
0
Ljósmynd: Sigurður Gunnarsson

Eigendur Gömlu laugarinnar kaupa Litlatún 1 af Skel fjárfestingarfélagi á 460 milljónir.

<>

Skel fjárfestingarfélag seldi í október síðastliðnum fasteignina að Litlatúni 1 í Garðabæ, sem hýsir meðal annars þjónustustöð Okunnar, fyrir 460 milljónir króna. Fasteignin sem er 940 fermetrar að stærð hýsir einnig veitingastað Just Wingin’ It og Smurstöðina Garðbæ.

Kaupandi er Bláhver ehf., systurfélag Gömlu laugarinnar ehf. sem rekur samnefnt baðlón (kallað á ensku Secret Lagoon) í Hverahólmanum við Flúðir. Bláhver er í eigu Álaugar ehf. sem er jafnri eigu hjónanna Björns Kjartanssonar og Agnieszku Szwaja.

Magnús Ingi Einarsson, fjármálastjóri Skeljar, segir í samtali við Viðskiptablaðið að Orkan sé með langan leigusamning í Litlatúni og að ekki séu neinar breytingar fyrirhugaðar á rekstri þjónustustöðvarinnar.

Hann bendir á að Skel hafi á undanförnum árum selt flestar af þeim fasteignum sem urðu eftir í félaginu við uppskiptinguna fyrir um þremur árum síðan. Skel hafi verið opið fyrir sölu á fasteigninni að Litlatúni 1 og fengið í haust gott tilboð sem fjárfestingafélagið ákvað að taka.

Heimild: Vb.is