Home Fréttir Í fréttum Landsvirkjun festir kaup á 28 vindmyllum

Landsvirkjun festir kaup á 28 vindmyllum

9
0
Ásbjörg Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri framkvæmda hjá Landsvirkjun, Uli Schulze Südhoff, framkvæmdastjóri viðskiptasviðs Enercon, Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar og Steinunn Pálmadóttir, lögmaður hjá Landsvirkjun. Aðsend mynd – Landsvirkjun

Landsvirkjun hefur samið um kaup, uppsetningu og rekstur á 28 vindmyllum frá þýska fyrirtækinu Enercon. Vindmyllurnar verða settar upp í vindorkuverinu í Búrfellslundi við Vaðöldu og er gert ráð fyrir að þær verði gangsettar árið 2026.

<>

Landsvirkjun hefur samið um kaup á 28 vindmyllum frá þýska fyrirtækinu Enercon. Þær verða settar upp í vindorkuverinu Búrfellslundi við Vaðöldu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsvirkjun.

Fyrstu 14 vindmyllurnar verða reistar snemma árs 2026 og gangsettar síðar það ár. Stefnt er á að vindorkuverið verði að fullu tilbúið og komið í rekstur fyrir árslok 2027.

Í tilkynningunni segir að Landsvirkjun hafi auglýst útboð á vindmyllum í janúar sem þrír framleiðendur hafi tekið þátt í. Enercon GmbH átti hagkvæmasta tilboðið, 140 milljónir evra, jafnvirði 20 milljarða íslenskra króna.

Vindmylla Landsvirkjunar við Búrfellslund. Vindmyllan var sett upp í rannsóknarskyni.
RÚV / Guðmundur Bergkvist

Enercon framleiddi vindmyllur sem Landsvirkjun hefur rekið í tilraunaskyni á Hafinu frá 2013. Auk þess eru vindmyllur í Þykkvabæ frá Enercon. Fyrirtækið hefur því reynslu af uppbyggingu og rekstri vindmylla hér á landi.

Í samningnum felst hönnun, framleiðsla, flutningur, uppsetning og prófanir á 28 vindmyllum. Þegar vindorkuverið er fullbúið tekur við þjónustusamningur til minnst 15 ára.

Ljúka þarf vegagerð við Vaðöldu, byggja vindmylluplön, smíða undirstöður og fleira áður en vindmyllurnar verða settar upp. Stefnt er að því að útboði fyrir þær framkvæmdir ljúki á næsta ári.

Heimild: Ruv.is