Home Fréttir Í fréttum Ásgeir segir kostnað í samræmi við tilboð

Ásgeir segir kostnað í samræmi við tilboð

60
0
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ásgeir Jóns­son seðlabanka­stjóri seg­ir end­ur­nýj­un­ar­kostnað við Seðlabank­ann í sam­ræmi við til­boð og að ekki sé um framúr­keyrslu að ræða eins og greint var frá í Morg­un­blaðinu í morg­un.

<>

Í til­kynn­ingu frá seðlabanka­stjóra seg­ir hann að raun­kostnaður auk verðbóta vegna verks­ins sé nú tæp­ir 3,2 millj­arðar við fram­kvæmd­ir á öll­um fimm hæðum og viðbygg­ingu. Til­boðsverð hafi hins veg­ar verið tæp­lega 3,1 millj­arðar. Þar muni um 4% sem verði að engu með til­liti til verðbóta.

Til­kynn­ing bank­ans, sem und­ir­rituð er af seðlabanka­stjóra má sjá í heild sinni hér að neðan:

„End­ur­nýj­un­ar­kostnaður við Seðlabank­ann í sam­ræmi við til­boð

Seðlabanki Íslands ger­ir at­huga­semd­ir við fram­setn­ingu á frétta­flutn­ingi um kostnað við end­ur­nýj­un og lag­fær­ing­ar á hús­næði Seðlabank­ans við Kalkofns­veg. Eins og áður hef­ur komið fram var ákveðið að fara í fram­kvæmd­ir fyr­ir tæp­um hálf­um ára­tug vegna nauðsyn­legs viðhalds og sam­ein­ing­ar við Fjár­mála­eft­ir­litið. Líkt og fram kem­ur í svari sem birt var á vef Alþing­is í vik­unni er fram­kvæmda­kostnaður­inn nán­ast í sam­ræmi við þá samn­inga sem gerðir voru að lokn­um útboðum.

Fyrsti fasi verk­efn­is­ins tókst einkar vel. Hon­um er að fullu lokið og var raun­kostnaður um­fram til­boð óveru­leg­ur, eða um 2%. Nú stend­ur yfir fram­kvæmd við al­rými Seðlabank­ans og er því verki ólokið. Til­boð í verkið nam 1.926 millj­ón­um króna og sem stend­ur er raun­kostnaður þess 1.802 millj­ón­ir króna.

Raun­kostnaður auk verðbóta er tæp­ir 3,2 millj­arðar króna við fimm hæðir og viðbygg­ingu. Til­boðsverð var tæp­ir 3,1 millj­arðar króna. Á þess­um töl­um er tæp­lega fjög­urra pró­senta mun­ur sem verður að engu að teknu til­liti til verðbóta.“

Heimild: Mbl.is