Home Fréttir Í fréttum 13.05.2015 Þjóðminjasafn Íslands – öryggisgeymslur óskast til leigu

13.05.2015 Þjóðminjasafn Íslands – öryggisgeymslur óskast til leigu

249
0

Ríkiskaup f.h. ríkissjóðs óska eftir að taka á leigu húsnæði fyrir öryggisgeymslur Þjóðminjasafns Íslands. Umsjónaraðili er Framkvæmdasýsla ríkisins. Miðað er við að húsnæðið verði tekið á langtímaleigu til 20 ára með möguleika á áframhaldandi leigu, fullbúið til notkunar, með öryggis- og tæknikerfum, föstum innréttingum og hillukerfum samkvæmt kröfum húslýsingar. Einnig verði búið að ganga frá lóð. Um er að ræða öryggisgeymslur fyrir verðmætan og viðkvæman safnkost, einnig skilgreindar sem varðveisluhús – öryggisgeymslur.
Gerð er krafa um gott aðgengi fyrir flutninga- og gámabíla, að lágmarki 10 bílastæði á lóð og geymslusvæði fyrir 4 gáma. Staðsetning skal vera sem næst þjónustu- og varðveisluhúsi að Vesturvör 16-20 Kópavogi, að hámarki 20 km fjarlægð í loftlínu.

<>

Húsrýmisþörf er áætluð um 4.500 m² brúttó miðað við 4,5 m lofthæð. Í húsnæðinu verður geymslurými, skrifstofur, hleðslurými fyrir flutninga- og gámabíla, verkstæði, vinnuaðstaða fyrir móttöku, hreinsun, pökkun gripa, rannsóknir o.fl.

Frekari upplýsingar um þær kröfur sem húsnæðið verður að uppfylla verða aðgengilegar á heimasíðu Ríkiskaupa www.rikiskaup.is, Húslýsing fyrir öryggisgeymslur Þjóðminjasafns Íslands, janúar 2015.

Við mat á hagkvæmni tilboða verður m.a. tekið tillit til leiguverðs, stærð húss og skipulag þess út frá fyrirhugaðri starfsemi, öryggis safnkosts, afhendingatíma, staðsetningu, aðkomu og bílastæðum.

Kynningarfundur um fyrirkomulag og varðveislu safnkosts verður haldinn miðvikudaginn 22. apríl 2015 kl. 11.00 – 12.00 í sal Þjóðminjasafns Íslands að Suðurgötu 41, Reykjavík. Að kynningarfundi loknum verður áhugasömum aðilum gefinn kostur á að kynna sér safnkost sem flytja á í hið nýja húsnæði. Sérfræðingar Þjóðminjasafns Íslands veita leiðsögn á eftirtöldum stöðum sama dag:

Bygggörðum 7, Seltjarnarnesi, kl. 12:30 – 13:00
Dugguvogi 12, Reykjavík, kl. 13:15 – 13:45
Vesturvör 14, Kópavogi, kl. 14:00 – 14:30
Vesturvör 16-20, Kópavogi, kl. 14:30 – 15:00
Fyrirspurnir varðandi verkefni nr. 15858 skulu sendar á netfangið www.utbod@rikiskaup.is og verða svör birt á vef Ríkiskaupa. Fyrirspurnarfrestur rennur út mánudaginn 4. maí 2015, en svarfrestur er til og með föstudagsins 8. maí 2015.

Leigutilboðum þar sem fram kemur stærð, ástand og staðsetning húsnæðis, ásamt leiguverði, skal skila til Ríkiskaupa, Borgartúni 7, 105 Reykjavík, eigi síðar en kl. 15:00 miðvikudaginn 13. maí 2015.

Merkja skal tilboðin; nr. 15858 – Leiga á húsnæði fyrir öryggisgreymslur Þjóðminjasafns Íslands

Leiga á grundvelli þessarar auglýsingar er undanskilin lögum um opinber innkaup nr. 84/2007, sbr. a. lið 1. mgr. 6. gr.

Gögn sem fylgja skulu tilboði þurfa m.a. að innihalda eftirfarandi upplýsingar um:

· Afhendingartíma húsnæðis
· Staðsetningu, stærð húsnæðis og tillöguteikningar
· Fjölda bílastæða, aðkomu að lóð og byggingu,
· Leiguverð per/m2 og heildarleiguverð
· Húsgjöld
· Gildandi deiliskipulag svæðis þ.e. lóðar og aðlægra lóða
· Tilvísun í gildandi aðalskipulag
· Upplýsingar um aðra starfsemi í byggingunni ef við á með tilliti til öryggissjónarmiða og um starfsemi í nálægum byggingum – með tilliti til öryggissjónarmiða.